„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 11:55 Jóhannes Þór segir að til framtíðar verði að liggja fyrir áætlanir fyrir atvinnustarfsemi í Svartsengi. Vísir/Arnar Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“ Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“
Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf