„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 14:33 Einar Þorsteinsson segir samskipti við mótmælendur á Austurvelli hafa verið góð og þeir hafi haft fullan skilning á því að breyta þyrfti afnotaleyfinu. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. „Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“ Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“
Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira