Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 18:16 Leikmenn Íslands að leik loknum. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira