Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 14:15 Frá æfingu NATO í Lettlandi árið 2022. EPA/TOMS KALNINS Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. Á næstu mánuðum munu um níutíu þúsund hermenn NATO og Svíþjóðar taka þátt í umfangsmiklum heræfingum sem ætlað er að líkja eftir innrás svipað öflugra aðila inn í aðildarríki. Síðasta heræfing NATO af svipaðri stærðargráðu fór fram árið 1988, þegar 125 þúsund hermenn æfðu viðbrögð við innrás Sovétríkjanna. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Sjá einnig: Stærstu heræfingar NATO í áratugi Markmiðið er að sýna að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Segir markmiðið að skrímslavæða Rússland Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Grushko að Rússar hefi getu til að verja sig og þeim verði ekki ógnað með svo umfangsmiklum heræfingum. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var á árum áður sendiherra Rússlands gagnvart Atlantshafsbandalaginu.EPA/MAXIM SHEMETOV Þá marki æfingarnar endanlega það að NATO hafi aftur snúið sér að Rússlandi. Markmiðið sé að skrímslavæða Rússland og ógna íbúum Evrópu til að réttlæta aukin fjárútlát til varnarmála, hergagnaframleiðslu og stuðning við Úkraínu, vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Til stendur að auka fjárútlát til varnarmála víða í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ráðamenn heimsálfunnar hafa lengi þótt vanrækja vopnabúr sín og hafa þessi fjárútlát dregist verulega saman frá tímum kalda stríðsins. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Tónninn hefur þó breyst að nokkru leyti samhliða slæmu gengi Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega í ríkismiðlum í Rússlandi. Þar eru Rússar sagðir berjast fyrir tilvist Rússlands gegn sameinuðum herafla Atlantshafsbandalagsins en Rússar hafa meðal annars sagt að NATO beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Valdirmír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og eigi ekki tilvistarrétt. Hann hefur einnig sagt að það hafi verið stór mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Varaði við árás á næstu fimm til átta árum Í Evrópu hafa ráðamenn áhyggjur af því að beri Rússar á endanum sigur úr býtum í Úkraínu, muni þeir byggja herafla sinn upp að nýju á nokkrum árum og í kjölfarið ógna öðrum ríkjum. Þar efst á lista eru Eystrasaltsríkin, sem eru í NATO. Æfingar Steadfast Defender 24 munu meðal annars fara þar fram. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, varaði við því í viðtali sem birt var á dögunum að Rússar gætu ráðist á NATO á næstu fimm til átta árum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SERGEI SAVOSTYANOV Pútín lýsti því yfir nýverið að ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna væru að reka rússneskættað fólk úr landi. Sagði hann það hafa áhrif á öryggi Rússlands. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Litháens var hann líklega að vísa til nýrra reglna í Lettlandi um að rússneskir ríkisborgarar sem vilji búa eða vinna þar í landi þurfi að standast próf í lettnesku. Þá var tilkynnt í desember að um 1.200 rússneskum ríkisborgurum yrði vísað úr landi, því þau hefði ekki sótt um endurnýjun á dvalarleyfi fyrir frest í samræmi við nýju reglurnar. Ráðamenn Litháens, Lettlands og Eistlands, lýstu því yfir á föstudaginn að þeir hefðu komist að samkomulagi um að byggja upp varnir á landamærum ríkjanna og Rússlands og Belarús. Er það vegna aukinna áhyggja í ríkjunum af mögulegum átökum við Rússa í framtíðinni. Samkomulagið er sagt fela í sér byggingu sex hundruð neðanjarðarbyrgja og annarra varnarvirkja, auk þess sem ríkin myndu auka sameiginlega getu sína þegar kemur að stórskotaliði og auka varnir sínar að öðru leyti. Rússland NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Lettland Litháen Eistland Tengdar fréttir Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. 7. janúar 2024 11:22 Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. 29. desember 2023 16:56 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Á næstu mánuðum munu um níutíu þúsund hermenn NATO og Svíþjóðar taka þátt í umfangsmiklum heræfingum sem ætlað er að líkja eftir innrás svipað öflugra aðila inn í aðildarríki. Síðasta heræfing NATO af svipaðri stærðargráðu fór fram árið 1988, þegar 125 þúsund hermenn æfðu viðbrögð við innrás Sovétríkjanna. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Sjá einnig: Stærstu heræfingar NATO í áratugi Markmiðið er að sýna að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Segir markmiðið að skrímslavæða Rússland Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Grushko að Rússar hefi getu til að verja sig og þeim verði ekki ógnað með svo umfangsmiklum heræfingum. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var á árum áður sendiherra Rússlands gagnvart Atlantshafsbandalaginu.EPA/MAXIM SHEMETOV Þá marki æfingarnar endanlega það að NATO hafi aftur snúið sér að Rússlandi. Markmiðið sé að skrímslavæða Rússland og ógna íbúum Evrópu til að réttlæta aukin fjárútlát til varnarmála, hergagnaframleiðslu og stuðning við Úkraínu, vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Til stendur að auka fjárútlát til varnarmála víða í Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ráðamenn heimsálfunnar hafa lengi þótt vanrækja vopnabúr sín og hafa þessi fjárútlát dregist verulega saman frá tímum kalda stríðsins. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Tónninn hefur þó breyst að nokkru leyti samhliða slæmu gengi Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega í ríkismiðlum í Rússlandi. Þar eru Rússar sagðir berjast fyrir tilvist Rússlands gegn sameinuðum herafla Atlantshafsbandalagsins en Rússar hafa meðal annars sagt að NATO beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Valdirmír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og eigi ekki tilvistarrétt. Hann hefur einnig sagt að það hafi verið stór mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Varaði við árás á næstu fimm til átta árum Í Evrópu hafa ráðamenn áhyggjur af því að beri Rússar á endanum sigur úr býtum í Úkraínu, muni þeir byggja herafla sinn upp að nýju á nokkrum árum og í kjölfarið ógna öðrum ríkjum. Þar efst á lista eru Eystrasaltsríkin, sem eru í NATO. Æfingar Steadfast Defender 24 munu meðal annars fara þar fram. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, varaði við því í viðtali sem birt var á dögunum að Rússar gætu ráðist á NATO á næstu fimm til átta árum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SERGEI SAVOSTYANOV Pútín lýsti því yfir nýverið að ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna væru að reka rússneskættað fólk úr landi. Sagði hann það hafa áhrif á öryggi Rússlands. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Litháens var hann líklega að vísa til nýrra reglna í Lettlandi um að rússneskir ríkisborgarar sem vilji búa eða vinna þar í landi þurfi að standast próf í lettnesku. Þá var tilkynnt í desember að um 1.200 rússneskum ríkisborgurum yrði vísað úr landi, því þau hefði ekki sótt um endurnýjun á dvalarleyfi fyrir frest í samræmi við nýju reglurnar. Ráðamenn Litháens, Lettlands og Eistlands, lýstu því yfir á föstudaginn að þeir hefðu komist að samkomulagi um að byggja upp varnir á landamærum ríkjanna og Rússlands og Belarús. Er það vegna aukinna áhyggja í ríkjunum af mögulegum átökum við Rússa í framtíðinni. Samkomulagið er sagt fela í sér byggingu sex hundruð neðanjarðarbyrgja og annarra varnarvirkja, auk þess sem ríkin myndu auka sameiginlega getu sína þegar kemur að stórskotaliði og auka varnir sínar að öðru leyti.
Rússland NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Lettland Litháen Eistland Tengdar fréttir Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 „Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45 Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. 7. janúar 2024 11:22 Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. 29. desember 2023 16:56 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34
„Atlantshafsbandalagið er dautt“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. 11. janúar 2024 06:45
Kallar eftir myndun Evrópuhers Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa. 7. janúar 2024 11:22
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54
Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51
Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. 29. desember 2023 16:56
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent