„Hún á ekki að vera ráðherra“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 16:31 Inga Sæland segir að kominn sé tími til að Svandís Svavarsdóttir axli ábyrgð. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. Þing kemur saman á morgun, mánudag, eftir jólafrí. Inga Sæland, formaður flokks fólksins hefur gefið út að hún hyggist þá leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, vegna álits umboðsmanns Alþingis sem kom út í desember. Í álitinu var Svandís sögð hafa brotið lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar tímabundið síðasta sumar. Í samtali við fréttastofu segir Inga að kominn sé tími til að Svandís axli ábyrgð. „Ég er bara þannig að mér finnst að lögin eigi að gilda yfir okkur öll, sama hvort við erum ráðherrar eða venjulegur almenningur úti á götu. Við fáum ekkert að komast upp með það, það eru alltaf afleiðingar.“ Hún á að axla ábyrgð finnst mér skilyrðislaust. Hún braut lög og hefur ekki sýnt að hún hafi neinn áhuga á því að stöðva þetta dýraníð sem hvalveiðar raunverulega eru. Inga tekur fram að væntanleg vantraustillaga snúist ekki á neinn hátt um skoðun hennar sjálfrar á hvalveiðum. „Hún snýst um hreint og klárt lögbrot ráðherra í starfi. Að ganga gegn bæði stjórnarskrá og stjórnsýslulögum og helstu réttarreglum er ámælisvert. Það er kominn tími til að höggva á þennan hnút að ráðherrar taki aldrei ábyrgð á einu né neinu.“ Á ekki von á að tillagan verði felld Það væri að mati Ingu ekki nóg ef Svnadís hefði stólaskipti við annan ráðherra í ríkisstjórninni, líkt og Bjarni Benediktsson gerði þegar álit umboðsmanns varðandi aðkomu hans að Íslandsbankamálinu kom út í október á síðasta ári. Hún á ekki að vera ráðherra Ljóst þykir að stjórnarandstöðuþingmenn muni margir styðja vantraustillöguna, en óljóst er um stjórnarþingmenn. „Allir sem ég hef talað við og heyrt í munu styðja vantraustillöguna. Við gerum okkur öll grein fyrir því að þetta er lögbrot,“ segir Inga. „Það væri vissulega erfitt fyrir nokkurn sem vill láta taka sig alvarlega og tilheyrir löggjafanum, að ætla að verja svona lögbrot. Það lítur ekki vel út.“ Stjórnmálafræðingar hafa sagt að erfitt sé fyrir þingmenn ríkisstjórnarinnar að greiða atkvæði með vantrausstillögunni, þar sem þeir væru þá í sjálfu sér að sprengja ríkisstjórnina. „Ég býst við að þau komi með einhverjar yfirlýsingar að staðan sé þannig í þjóðarbúinu að þau verði að standa saman og geti ekki verið að hlaupa frá borði út af þessar vantrausttillögu. Það verða einhverjir hjá Sjálfstæðisflokknum og kannski einhverjir Framsóknarmenn sem fá að greiða með tillögunni eða sitja hjá, eitthvað sprikl. En ég býst við að þau muni ekki fella hana,“ segir Inga. Gefur lítið fyrir orð Lilju um að tíðinda sé að vænta á morgun Þá segir Inga að stór vika sé framundan og mörg krefjandi verkefni bíði þingmanna. „Sérstaklega vil ég að við tökum af skarið og tökum utan um fjölskyldur og fólkið í Grindavík. Það er löngu orðið tímabært að fólkið fái að vita hver þeirra framtíð er.“ Lilja Alfreðsdóttir sagði á Sprengisandi í dag að tíðinda væri að vænta á morgun. Inga gaf ekki mikið fyrir þau ummæli. „Ég var á fjárlaganefndafundi fyrir helgi, á fimmtudaginn, og ég gat ekki heyrt að það væri neitt afgerandi. Lilja og formaðurinn, Sigurður Ingi, tala eiginlega algjörlega í kross. Hann var ekki á þeirri línu að við myndum kaupa eignir Grindvíkinga á meðan hún segir að það sé það sem við ættum að gera.“ Sjálf segist Inga algjörlega sammála Lilju. „Við eigum að gefa fólkinu hundrað prósent kost á því að kaupa eignir þeirra svo þau geti farið að koma sér fyrir á nýjum stað.“ Sammála Bjarna varðandi mótmæli Palestínumanna Mótmæli hafa verið boðuð við þingsetningu á Austurvelli á morgun. Mótmæli Palestínumanna sem hafst hafa við í tjöldum á Austurvelli undanfarnar þrjár vikur hafa verið til umræðu, ekki síst eftir færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, þar sem hann kallaði tjaldbúðirnar hörmung. Inga segist hjartanlega sammála Bjarna. „Við vitum að Austurvöllur er í okkar huga svolítið sérstakur. Hann er miðjan okkar við hliðina á þinghúsinu. Það er algjörlega sjálfsagt að mótmæla á Austurvelli, hann er þessi vettvangur þar sem er viðurkennt að mótmæla. En að vera með tjaldbúðir, hvað þá við innganginn í Alþingishúsið, það finnst mér algjörlega og gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.“ Í færslu á Facebook í gær gagnrýndi Inga ummæli Einars Þorssteinssonar varðandi tjaldbúðirnar og sagði nýja borgarstjórann „grípa um rassgatið þegar skíturinn er kominn í buxurnar“ „Við vitum að Austurvöllur er í okkar huga svolítið sérstakur. Hann er miðjan okkar við hliðina á þinghúsinu. Það er algjörlega sjálfsagt að mótmæla á Austurvelli, hann er þessi vettvangur þar sem er viðurkennt að mótmæla. En að vera með tjaldbúðir, hvað þá við innganginn í Alþingishúsið, það finnst mér algjörlega og gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Þó við leituðum logandi ljósi í einhverju önnur þjóðríki, þá væri hvergi nokkur staðar þannig að Palestínu-arabar væru með tjaldbúðir við alþingi, ekki einusinni í Palestínu „Þessi þróun er ekki góð. Nú eigum við endalaust eftir að sjá hina og þessa hópa setja upp tjöld á Austurvelli. Mér finnst þetta galið og það þarf algjörlega að taka á þessu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Flokkur fólksins Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þing kemur saman á morgun, mánudag, eftir jólafrí. Inga Sæland, formaður flokks fólksins hefur gefið út að hún hyggist þá leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, vegna álits umboðsmanns Alþingis sem kom út í desember. Í álitinu var Svandís sögð hafa brotið lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar tímabundið síðasta sumar. Í samtali við fréttastofu segir Inga að kominn sé tími til að Svandís axli ábyrgð. „Ég er bara þannig að mér finnst að lögin eigi að gilda yfir okkur öll, sama hvort við erum ráðherrar eða venjulegur almenningur úti á götu. Við fáum ekkert að komast upp með það, það eru alltaf afleiðingar.“ Hún á að axla ábyrgð finnst mér skilyrðislaust. Hún braut lög og hefur ekki sýnt að hún hafi neinn áhuga á því að stöðva þetta dýraníð sem hvalveiðar raunverulega eru. Inga tekur fram að væntanleg vantraustillaga snúist ekki á neinn hátt um skoðun hennar sjálfrar á hvalveiðum. „Hún snýst um hreint og klárt lögbrot ráðherra í starfi. Að ganga gegn bæði stjórnarskrá og stjórnsýslulögum og helstu réttarreglum er ámælisvert. Það er kominn tími til að höggva á þennan hnút að ráðherrar taki aldrei ábyrgð á einu né neinu.“ Á ekki von á að tillagan verði felld Það væri að mati Ingu ekki nóg ef Svnadís hefði stólaskipti við annan ráðherra í ríkisstjórninni, líkt og Bjarni Benediktsson gerði þegar álit umboðsmanns varðandi aðkomu hans að Íslandsbankamálinu kom út í október á síðasta ári. Hún á ekki að vera ráðherra Ljóst þykir að stjórnarandstöðuþingmenn muni margir styðja vantraustillöguna, en óljóst er um stjórnarþingmenn. „Allir sem ég hef talað við og heyrt í munu styðja vantraustillöguna. Við gerum okkur öll grein fyrir því að þetta er lögbrot,“ segir Inga. „Það væri vissulega erfitt fyrir nokkurn sem vill láta taka sig alvarlega og tilheyrir löggjafanum, að ætla að verja svona lögbrot. Það lítur ekki vel út.“ Stjórnmálafræðingar hafa sagt að erfitt sé fyrir þingmenn ríkisstjórnarinnar að greiða atkvæði með vantrausstillögunni, þar sem þeir væru þá í sjálfu sér að sprengja ríkisstjórnina. „Ég býst við að þau komi með einhverjar yfirlýsingar að staðan sé þannig í þjóðarbúinu að þau verði að standa saman og geti ekki verið að hlaupa frá borði út af þessar vantrausttillögu. Það verða einhverjir hjá Sjálfstæðisflokknum og kannski einhverjir Framsóknarmenn sem fá að greiða með tillögunni eða sitja hjá, eitthvað sprikl. En ég býst við að þau muni ekki fella hana,“ segir Inga. Gefur lítið fyrir orð Lilju um að tíðinda sé að vænta á morgun Þá segir Inga að stór vika sé framundan og mörg krefjandi verkefni bíði þingmanna. „Sérstaklega vil ég að við tökum af skarið og tökum utan um fjölskyldur og fólkið í Grindavík. Það er löngu orðið tímabært að fólkið fái að vita hver þeirra framtíð er.“ Lilja Alfreðsdóttir sagði á Sprengisandi í dag að tíðinda væri að vænta á morgun. Inga gaf ekki mikið fyrir þau ummæli. „Ég var á fjárlaganefndafundi fyrir helgi, á fimmtudaginn, og ég gat ekki heyrt að það væri neitt afgerandi. Lilja og formaðurinn, Sigurður Ingi, tala eiginlega algjörlega í kross. Hann var ekki á þeirri línu að við myndum kaupa eignir Grindvíkinga á meðan hún segir að það sé það sem við ættum að gera.“ Sjálf segist Inga algjörlega sammála Lilju. „Við eigum að gefa fólkinu hundrað prósent kost á því að kaupa eignir þeirra svo þau geti farið að koma sér fyrir á nýjum stað.“ Sammála Bjarna varðandi mótmæli Palestínumanna Mótmæli hafa verið boðuð við þingsetningu á Austurvelli á morgun. Mótmæli Palestínumanna sem hafst hafa við í tjöldum á Austurvelli undanfarnar þrjár vikur hafa verið til umræðu, ekki síst eftir færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, þar sem hann kallaði tjaldbúðirnar hörmung. Inga segist hjartanlega sammála Bjarna. „Við vitum að Austurvöllur er í okkar huga svolítið sérstakur. Hann er miðjan okkar við hliðina á þinghúsinu. Það er algjörlega sjálfsagt að mótmæla á Austurvelli, hann er þessi vettvangur þar sem er viðurkennt að mótmæla. En að vera með tjaldbúðir, hvað þá við innganginn í Alþingishúsið, það finnst mér algjörlega og gjörsamlega fyrir neðan allar hellur.“ Í færslu á Facebook í gær gagnrýndi Inga ummæli Einars Þorssteinssonar varðandi tjaldbúðirnar og sagði nýja borgarstjórann „grípa um rassgatið þegar skíturinn er kominn í buxurnar“ „Við vitum að Austurvöllur er í okkar huga svolítið sérstakur. Hann er miðjan okkar við hliðina á þinghúsinu. Það er algjörlega sjálfsagt að mótmæla á Austurvelli, hann er þessi vettvangur þar sem er viðurkennt að mótmæla. En að vera með tjaldbúðir, hvað þá við innganginn í Alþingishúsið, það finnst mér algjörlega og gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Þó við leituðum logandi ljósi í einhverju önnur þjóðríki, þá væri hvergi nokkur staðar þannig að Palestínu-arabar væru með tjaldbúðir við alþingi, ekki einusinni í Palestínu „Þessi þróun er ekki góð. Nú eigum við endalaust eftir að sjá hina og þessa hópa setja upp tjöld á Austurvelli. Mér finnst þetta galið og það þarf algjörlega að taka á þessu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Flokkur fólksins Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent