Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum Grindvíkinga. 

Sérstakur auka ríkisstjórnarfundur fór fram í morgun vegna málsins og nú fyrir hádegið voru aðgerðir sem í bígerð eru kynntar fyrir fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Búist er við því að aðgerðapakki verði síðan kynntur á sérstökum blaðamannafundi eftir hádegið.

Einnig fjöllum við um boðaða vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur sem Inga Sæland ætlar að leggja fram á þingfundi síðar í dag. Svandís kynnti í morgun að hún hafi ákveðið að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Einnig hefur hún nú falið ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins.

Þá tökum við stöðuna á jarðhræringunum í Grindavík og fjöllum um boðuð mótmæli stuðningsmanna Palestínu fyrir þingfundinn síðar í dag. 

Í íþróttapakka dagsins verður að sjálfsögðu fjallað um hin mikilvæga leik gegn Króatíu á EM í handbolta sem fram fer í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×