Innlent

Hægt á jarð­skjálfta­virkni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Víða má sjá skemmdir í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið.
Víða má sjá skemmdir í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið. Vísir/Arnar

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum.

Áfram sjást skýr merki um landris við Svartsengi og segir Salóme Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni kvikusöfnun enn vera í gangi. Færri jarðskjálftar hafa þó mælst á svæðinu undanfarið.

„Það má segja að skjálftavirknin hafi hægt svolítið á sér núna um helgina frá því á föstudaginn. Þetta voru rúmlega hundrað skjálftar á sólarhring fyrir helgi og svo núna um helgina þá eru þetta búnir að vera í kringum fjörutíu skjálftar á sólarhring sem er töluvert minna heldur en verið hefur.“

Enn eru þór taldar á að til eldgoss gæti komið á næstu vikum.

„Það er bara hægt að gera ráð fyrir að þetta endurtaki sig ef að landris heldur áfram í Svartsengi og kvikusöfnun heldur áfram að þá endurtaki þetta sig bara þetta það sem gerðist núna í janúar og það sem gerðist í desember. Að það verði kvikuhlaup sem líklega endar í eldgosi. Það eru engar sviptingar í raun og veru síðustu daga. Þetta er ákveðinn taktur sem er kominn upp núna og það við sjáum ekki fyrir endann á því“


Tengdar fréttir

Bláa lónið vel sótt um helgina

Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×