París iðar af hátísku, menningu og glamúr sem aldrei fyrr þessa dagana í tilefni af Haute Couture tískuvikunni fyrir vor og sumarlínur tískuhúsanna 2024.
Gestir Dior sýningarinnar urðu heldur betur spenntir fyrir nærveru Rihönnu ef marka má Instagram færslu breska Vogue um sýninguna.
Rihanna klæddist púffuðum svörtum jakka í stíl við pils frá hönnun Dior við támjóa hvíta hæla og glæsilegt silfurskart. Til að fullkomna klæðaburðinn var hún með gríðarstóra derhúfu við í svörtum lit.

Viðburðurinn var að sjálfsögðu stjörnum prýddur og voru leikkonurnar Glenn Close, Anya Taylor-Joy og Elizabeth Debicki meðal gesta sem nutu þess að upplifa nýjustu tískulínu hönnuðarins Mariu Grazia Chiuri fyrir Dior.
Þá var sjóðheiti tískurisinn Schiaparelli einnig með sýningu í dag en segja má að tískuhúsið hafi brotið Internetið í fyrra með frumlegum flíkum þar sem dýrahöfuð voru í forgrunni.
Gestalistinn þar var ekki af verri endanum og má meðal annars nefna að Jennifer Lopez, Zendaya og Hunter Schafer sátu í fremstu röð.
