„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. janúar 2024 11:30 Vaka Vigfúsdóttir er búsett í Kaupmannahöfn og starfar hjá mannauðsdeild Sephora. Tíska spilar veigamikið hlutverk í hennar lífi en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Vöku finnst magnað að sjá hvað tískan getur haft mikil áhrif á sjálfstraust fólks.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er fátt sem er einkennir einstakling meira en klæðaburður hans og mér þykir magnað að sjá hvaða áhrif föt hafa á sjálfstraust og nærveru einstaklinga. Tíska er alþjóðlegt tjáningarform sem leyfir sköpunargáfu einstaklinga að skína og trúi ég að með því að klæða sig fyrir daginn, ertu að setja tóninn og „dress the part you want“, eða klæða þig fyrir hlutverkið sem þig langar í. Tíska er stór partur af mínu lífi og ég fæ eitthvað þaðan sem ég nálgast ekki neins staðar annars staðar. Það veitir mér svo mikla orku að sjá hvernig annað fólk notar tísku til þess að skilgreina sig og sinn persónuleika, og leika sér með flíkur og fylgihluti. Svo er bara fátt skemmtilegra en að skvísa sig aðeins. Vaka segir að það sé fátt skemmtilegra en að skvísa sig upp. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alltaf erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en ef ég þyrfti að bjarga einni flík úr brennandi húsi þá myndi ég grípa tvo kjóla, þeir hanga hlið við hlið svo það væri ekki svindl. Annar þeirra er útskriftarkjóll sem ég og mamma hönnuðum saman, ég keypti silki og strútsfjaðrir í hann í New York og mamma saumaði hann kvöldið fyrir útskrift. Það er fátt meira lýsandi fyrir okkur mömmu og kjóllinn heppnaðist lygilega vel, ég vil meina að hann sé ég í kjólamynd. Útskriftarkjóllinn hennar Vöku var samstarfsverkefni hennar og móður sinnar, Maríu Ólafsdóttur fatahönnuðar. Aðsend Hinn kjóllinn er hinn fullkomni „little black dress“ frá Valentino sem ég held mikið upp á. Hann virkar við öll tilefni og mér líður alltaf eins og drottningu þegar ég klæðist honum, hann kemur til með að fylgja mér í gröfina. Ég er mikil kjólastelpa og gríp ósjaldan í einn slíkan þegar ég hef lítinn tíma til að ákveða föt, kjóll og góð stígvél geta sigrað heiminn. Kærastinn minn gaf mér Fendi stígvél í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og eru þau líklega það gellulegasta í fataskápnum, þeim myndi ég henda út um gluggann og bjarga líka frá eldsvoða. Fendi stígvélin sem Vaka fékk í gjöf frá Ívari, kærasta sínum, eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég get ekki sagt það, ég klæði mig mikið eftir skapi og stemningu svo ég er lítið að skipuleggja föt fram í tímann eða rífa öll fötin út úr fataskápnum þegar ég ætla út. Ef ég hef tíma þá ímynda mér í hverju ég ætla að fara í grófum dráttum og vona svo það besta þegar kemur að því að skella sér í fötin. Skapið leitar oftast í eina ákveðna flík hverju sinni og svo vel ég restina út frá því. Ferlið við að para hluti við þessa tilteknu flík er svo aðal áskorunin og gilda þá engar reglur. Þú getur klæðst flestum flíkum á fleiri en eina vegu, það þarf bara að opna hugann og gleyma reglunum. Ef ég vil fara í pils sem bol eða bol sem pils, þá geri ég það, og eru það oftast lang skemmtilegustu outfittin. Vaka byrjar oftast á einni flík og leikur sér svo að því að velja föt og fylgihluti í kringum það. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Með tíð og tíma hef ég áttað mig á að stíllinn minn er frekar kvenlegur og klassískur en ég hristi svo upp í honum með einhverri öðruvísi flík eða fylgihlut og tek litum og munstrum fagnandi. Þar af leiðandi er fataskápurinn tvískiptur, annar helmingurinn klassískar og praktískar flíkur en hinn helmingurinn extravagant og litríkur. Síðan ég var lítil hef ég alltaf heillast af glingri og glimmeri og virðist það ekkert ætla að renna af mér, ég á lager af glimmer kjólum og elska að fá tækifæri til að nota þá. Vaka segir fataskáp sinn tvískiptan - stílhreinar og klassískar flíkur versus glimmer og glamúr. Aðsend Ég forðast stutt trend og þá hluti sem ég sé endurtekið á ákveðnum tímabilum, ég kaupi mikið notað (e. second hand) og nota það sem ég á aftur og aftur. Enn þann dag í dag á ég og nota flíkur frá menntaskólaárunum. Tíska fer jú í hringi og ef ég fæ leið á einhverri flík skelli ég henni bara í kassa og geymi þangað til hún fer aftur í notkun eða ég tek fram saumavélina og gef flíkinni nýtt líf. Vaka er dugleg að kaupa second hand og sömuleiðis gefa föt í Rauða krossinn og elskar hringrás tískunnar. Hér klæðist hún McQ by Alexander McQueen kjól sem hún fann í Rauða krossinum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Það hefur alltaf verið rauður þráður í gegnum mitt fataval og eiga flestar flíkur í fataskápnum einhverja ára sögu. Gellustælar eru þó mitt kennimerki og það er aldrei of mikið af skóm, kjólum eða yfirhöfnum. Hins vegar hef ég átt barn og elst, þó ég gleymi því oft, sem gerir það ómeðvitað að verkum að maður tekur aðrar ákvarðanir í fatavali. Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló, og þykir mér bara vænt um þær breytingar. Vöku þykir vænt um þær breytingar sem aldurinn og móðurhlutverkið hafa á fataval hennar en heldur þó alltaf í sinn kjarna. Aðsend Fólk starir þó oft stórum augum á mig á hjólinu í gegnum Kaupmannahöfn á hælaskóm, Danirnir eru frekar skynsamir í skóbúnaði og para strigaskó við allt. Kærastinn minn og danska sneaker tískan hafa haft töluverð áhrif á minn stíl í þeirri deild og hef ég nú sankað að mér ófáum strigaskóm í gegnum búsetuna hér í Köben. Mér þykir líka vænt um hvað stíllinn minn og mömmu er að verða líkur, við grípum okkur í að velja sömu hlutina, kaupa eins og hvor önnur og fá lánuð föt hjá hvor annarri. Mamma er tískudrottning og á klikkað skósafn, svo þetta er alls ekki svo slæmur díll. Vaka segir að Danirnir stari stundum á sig þegar hún hjólar á háum hælum en hún fylgir alltaf sínu og er mikið fyrir hælana.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Að klæða sig upp er að mínu mati eitt það skemmtilegasta við það að fara út. Fötin mín gefa mér orku og ef þau gera það ekki lengur, þá eru þau farin í Rauða krossinn að finna sér nýjan eiganda. No hard feelings en sumt er bara tímabil eða hreinlega léleg kaup, það gerist á bestu bæjum. Það er fátt sem toppar það að gera sig til með vinkonum sínum, klæða sig upp og skella sér út, þar myndast svo einstök kvenorka og er það oft skemmtilegasti partur kvöldsins. Vaka elskar að klæða sig upp og segir það að hennar mati vera eitt það skemmtilegasta við að fara út. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég hef verið umkringd tísku og list frá því ég man eftir mér en mamma mín er fatahönnuður og pabbi ljósmyndari. Mamma er hin eina sanna íslenska Carrie Bradshaw og hefur hlaupið um á hælum í gegnum allar óléttur og öll tímabil lífsins, og er hvergi nærri hætt. Hún er mér mikill innblástur og með ótrúlega gott auga. María Ólafs, móðir Vöku, er fatahönnuður og mikil tískufyrirmynd dóttur sinnar. Aðsend Annars fæ ég innblástur úr öllum áttum, tímaritum, listasöfnum, gömlum bíómyndum eða frá fólki úti á götu. Ég hef alltaf verið með mikla útþrá og heillast mikið af ólíkum menningarheimum, því elska ég tískuna í borgum eins og London og New York þar sem fjölbreytt menning heimsins kemur saman í einn suðupott. Ég var búsett í London fyrir nokkrum árum og mun alltaf sækja mikinn innblástur í borgina. Nú er ég búsett í tískuhöfuðborg Skandinavíu, kóngsins Kaupmannahöfn, og eru það ótrúleg lífsgæði fyrir tískusjúkling eins og mig að þurfa ekki að leita langt yfir skammt fyrir innblástur. Við búum í Nørrebro og þar iðar allt af mannlífi, óteljandi skemmtilegir staðir og endalaust af flott klæddu fólki svo við þurfum ekki að fara út úr hverfinu svo dögum skiptir án þess að finnast við innilokuð. Inni á öllum kaffihúsum sé ég svo flottar týpur að prjóna, bæði konur og karla, og svo er ein besta vinkona mín prjónadrottning og getur búið til allt milli himins og jarðar. Nú finn ég fyrir miklum innblæstri til að taka það áhugamál almennilega fyrir og prjóna eitthvað sem mig langar í. Þetta er hugleiðsla og slökun, gott fyrir heilann og þú græðir nýja flík, augljós win-win díll! Vaka og Hugó Thor sonur hennar klædd í prjónafatnað frá íslenska merkinu As We Grow. Prjónamennskan er farin að heilla Vöku sem hyggst sinna því áhugamáli af ástríðu. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki. Reglur eru til þess að brjóta og mér finnst þær ekki gera neinum greiða þegar það kemur að klæðaburði. Fólk á bara að klæða sig í það sem kallar á það hverju sinni og ekki taka neinu of alvarlega. Það eru svo margar gamlar reglur um hvað passar saman og hvað ekki, sem setja óþarfa hömlur á eitthvað sem á að vera skemmtilegt og ánægjulegt ferli. Mér þykir miklu skemmtilegra að sjá fólk taka áhættur og prófa eitthvað nýtt, sem ekki allir eru í. Það sem ég hef hinsvegar alltaf á bak við eyrað er hvað klæðir mig persónulega, ég hef lært það með árunum hvaða föt henta mér og hvað ekki. Ef það er eitthvað sem kallar á mig en ég veit að hentar mér ekki þá er það bara aðeins að renna flíkinni í gegnum saumavélina og málið er dautt. Vaka lætur fátt stoppa sig í tískunni, er óhrætt við að taka áhættur og er dugleg að draga fram saumavélina ef hún þarf að aðlaga flíkunum að sér. Aðsend Vinkonur mínar hafa hlegið að mér í mörg ár fyrir þetta, ég keypti flíkur sem voru allt of stórar og þær fengu bara eina umferð í gegnum gömlu saumavélina hennar mömmu með bláum eða grænum þráð og allir sáttir. Í dag vil ég meina að þetta sé orðið aðeins meira fagmannlegt ferli þar sem ég sé möguleikana í flíkum sem tæknilega séð ættu ekki að ganga upp en enda með sérsniðnar flíkur eftir mínu höfði. Mín eina óskrifaða regla er að reyna að kaupa bara flíkur úr gæða efnum svo sem ull, bómull eða silki, þá endast þær mikið lengur ef hugsað er rétt og vel um þær. Vaka leggur upp úr því að versla flíkur í góðum efnum og sniðum sem henta sér en er annars á móti reglum í klæðaburði.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég var fjögurra ára gaf pabbi mér hvítan prinsessukjól með blómabelti fyrir jólin. Þá var ekki aftur snúið og ég var ofurseld skvísu lífsstílnum. Sama kvöld fékk ég babyborn dúkku í jólagjöf, ég var vægast sagt í skýjunum og toppnum hefur ekki verið náð síðan. Vaka hefur verið ofurseld skvísu lífsstílnum síðan hún var fjögurra ára. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Meira er meira (e. more is more), treystu eigin innsæi og sýndu persónuleikann þinn þegar þú klæðir þig, það er svo miklu skemmtilegra. Vaka hvetur fólk til að treysta á innsæi sitt þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Hér má fylgjast með Vöku á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 „Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“ Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali. 6. janúar 2024 11:31 „Bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi“ Athafnakonan, tískubloggarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Elísabet Gunnarsdóttir nýtur tískunnar til hins ítrasta og ber virðingu fyrir henni. Hún velur föt eftir skapi hverju sinni og hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Elísabet Gunnars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. desember 2023 11:31 „Sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl“ Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali. 23. desember 2023 11:30 „Mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum“ Leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir elskar að klæða sig upp og hefur gaman að því að sjá hvernig tískan endurspeglar manneskjurnar í öllum margbreytileika þeirra. Snæfríður er viðmælandi í Tískutali. 16. desember 2023 11:30 „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30 Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Vöku finnst magnað að sjá hvað tískan getur haft mikil áhrif á sjálfstraust fólks.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er fátt sem er einkennir einstakling meira en klæðaburður hans og mér þykir magnað að sjá hvaða áhrif föt hafa á sjálfstraust og nærveru einstaklinga. Tíska er alþjóðlegt tjáningarform sem leyfir sköpunargáfu einstaklinga að skína og trúi ég að með því að klæða sig fyrir daginn, ertu að setja tóninn og „dress the part you want“, eða klæða þig fyrir hlutverkið sem þig langar í. Tíska er stór partur af mínu lífi og ég fæ eitthvað þaðan sem ég nálgast ekki neins staðar annars staðar. Það veitir mér svo mikla orku að sjá hvernig annað fólk notar tísku til þess að skilgreina sig og sinn persónuleika, og leika sér með flíkur og fylgihluti. Svo er bara fátt skemmtilegra en að skvísa sig aðeins. Vaka segir að það sé fátt skemmtilegra en að skvísa sig upp. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alltaf erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en ef ég þyrfti að bjarga einni flík úr brennandi húsi þá myndi ég grípa tvo kjóla, þeir hanga hlið við hlið svo það væri ekki svindl. Annar þeirra er útskriftarkjóll sem ég og mamma hönnuðum saman, ég keypti silki og strútsfjaðrir í hann í New York og mamma saumaði hann kvöldið fyrir útskrift. Það er fátt meira lýsandi fyrir okkur mömmu og kjóllinn heppnaðist lygilega vel, ég vil meina að hann sé ég í kjólamynd. Útskriftarkjóllinn hennar Vöku var samstarfsverkefni hennar og móður sinnar, Maríu Ólafsdóttur fatahönnuðar. Aðsend Hinn kjóllinn er hinn fullkomni „little black dress“ frá Valentino sem ég held mikið upp á. Hann virkar við öll tilefni og mér líður alltaf eins og drottningu þegar ég klæðist honum, hann kemur til með að fylgja mér í gröfina. Ég er mikil kjólastelpa og gríp ósjaldan í einn slíkan þegar ég hef lítinn tíma til að ákveða föt, kjóll og góð stígvél geta sigrað heiminn. Kærastinn minn gaf mér Fendi stígvél í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og eru þau líklega það gellulegasta í fataskápnum, þeim myndi ég henda út um gluggann og bjarga líka frá eldsvoða. Fendi stígvélin sem Vaka fékk í gjöf frá Ívari, kærasta sínum, eru í miklu uppáhaldi hjá henni.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég get ekki sagt það, ég klæði mig mikið eftir skapi og stemningu svo ég er lítið að skipuleggja föt fram í tímann eða rífa öll fötin út úr fataskápnum þegar ég ætla út. Ef ég hef tíma þá ímynda mér í hverju ég ætla að fara í grófum dráttum og vona svo það besta þegar kemur að því að skella sér í fötin. Skapið leitar oftast í eina ákveðna flík hverju sinni og svo vel ég restina út frá því. Ferlið við að para hluti við þessa tilteknu flík er svo aðal áskorunin og gilda þá engar reglur. Þú getur klæðst flestum flíkum á fleiri en eina vegu, það þarf bara að opna hugann og gleyma reglunum. Ef ég vil fara í pils sem bol eða bol sem pils, þá geri ég það, og eru það oftast lang skemmtilegustu outfittin. Vaka byrjar oftast á einni flík og leikur sér svo að því að velja föt og fylgihluti í kringum það. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Með tíð og tíma hef ég áttað mig á að stíllinn minn er frekar kvenlegur og klassískur en ég hristi svo upp í honum með einhverri öðruvísi flík eða fylgihlut og tek litum og munstrum fagnandi. Þar af leiðandi er fataskápurinn tvískiptur, annar helmingurinn klassískar og praktískar flíkur en hinn helmingurinn extravagant og litríkur. Síðan ég var lítil hef ég alltaf heillast af glingri og glimmeri og virðist það ekkert ætla að renna af mér, ég á lager af glimmer kjólum og elska að fá tækifæri til að nota þá. Vaka segir fataskáp sinn tvískiptan - stílhreinar og klassískar flíkur versus glimmer og glamúr. Aðsend Ég forðast stutt trend og þá hluti sem ég sé endurtekið á ákveðnum tímabilum, ég kaupi mikið notað (e. second hand) og nota það sem ég á aftur og aftur. Enn þann dag í dag á ég og nota flíkur frá menntaskólaárunum. Tíska fer jú í hringi og ef ég fæ leið á einhverri flík skelli ég henni bara í kassa og geymi þangað til hún fer aftur í notkun eða ég tek fram saumavélina og gef flíkinni nýtt líf. Vaka er dugleg að kaupa second hand og sömuleiðis gefa föt í Rauða krossinn og elskar hringrás tískunnar. Hér klæðist hún McQ by Alexander McQueen kjól sem hún fann í Rauða krossinum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei. Það hefur alltaf verið rauður þráður í gegnum mitt fataval og eiga flestar flíkur í fataskápnum einhverja ára sögu. Gellustælar eru þó mitt kennimerki og það er aldrei of mikið af skóm, kjólum eða yfirhöfnum. Hins vegar hef ég átt barn og elst, þó ég gleymi því oft, sem gerir það ómeðvitað að verkum að maður tekur aðrar ákvarðanir í fatavali. Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló, og þykir mér bara vænt um þær breytingar. Vöku þykir vænt um þær breytingar sem aldurinn og móðurhlutverkið hafa á fataval hennar en heldur þó alltaf í sinn kjarna. Aðsend Fólk starir þó oft stórum augum á mig á hjólinu í gegnum Kaupmannahöfn á hælaskóm, Danirnir eru frekar skynsamir í skóbúnaði og para strigaskó við allt. Kærastinn minn og danska sneaker tískan hafa haft töluverð áhrif á minn stíl í þeirri deild og hef ég nú sankað að mér ófáum strigaskóm í gegnum búsetuna hér í Köben. Mér þykir líka vænt um hvað stíllinn minn og mömmu er að verða líkur, við grípum okkur í að velja sömu hlutina, kaupa eins og hvor önnur og fá lánuð föt hjá hvor annarri. Mamma er tískudrottning og á klikkað skósafn, svo þetta er alls ekki svo slæmur díll. Vaka segir að Danirnir stari stundum á sig þegar hún hjólar á háum hælum en hún fylgir alltaf sínu og er mikið fyrir hælana.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Að klæða sig upp er að mínu mati eitt það skemmtilegasta við það að fara út. Fötin mín gefa mér orku og ef þau gera það ekki lengur, þá eru þau farin í Rauða krossinn að finna sér nýjan eiganda. No hard feelings en sumt er bara tímabil eða hreinlega léleg kaup, það gerist á bestu bæjum. Það er fátt sem toppar það að gera sig til með vinkonum sínum, klæða sig upp og skella sér út, þar myndast svo einstök kvenorka og er það oft skemmtilegasti partur kvöldsins. Vaka elskar að klæða sig upp og segir það að hennar mati vera eitt það skemmtilegasta við að fara út. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég hef verið umkringd tísku og list frá því ég man eftir mér en mamma mín er fatahönnuður og pabbi ljósmyndari. Mamma er hin eina sanna íslenska Carrie Bradshaw og hefur hlaupið um á hælum í gegnum allar óléttur og öll tímabil lífsins, og er hvergi nærri hætt. Hún er mér mikill innblástur og með ótrúlega gott auga. María Ólafs, móðir Vöku, er fatahönnuður og mikil tískufyrirmynd dóttur sinnar. Aðsend Annars fæ ég innblástur úr öllum áttum, tímaritum, listasöfnum, gömlum bíómyndum eða frá fólki úti á götu. Ég hef alltaf verið með mikla útþrá og heillast mikið af ólíkum menningarheimum, því elska ég tískuna í borgum eins og London og New York þar sem fjölbreytt menning heimsins kemur saman í einn suðupott. Ég var búsett í London fyrir nokkrum árum og mun alltaf sækja mikinn innblástur í borgina. Nú er ég búsett í tískuhöfuðborg Skandinavíu, kóngsins Kaupmannahöfn, og eru það ótrúleg lífsgæði fyrir tískusjúkling eins og mig að þurfa ekki að leita langt yfir skammt fyrir innblástur. Við búum í Nørrebro og þar iðar allt af mannlífi, óteljandi skemmtilegir staðir og endalaust af flott klæddu fólki svo við þurfum ekki að fara út úr hverfinu svo dögum skiptir án þess að finnast við innilokuð. Inni á öllum kaffihúsum sé ég svo flottar týpur að prjóna, bæði konur og karla, og svo er ein besta vinkona mín prjónadrottning og getur búið til allt milli himins og jarðar. Nú finn ég fyrir miklum innblæstri til að taka það áhugamál almennilega fyrir og prjóna eitthvað sem mig langar í. Þetta er hugleiðsla og slökun, gott fyrir heilann og þú græðir nýja flík, augljós win-win díll! Vaka og Hugó Thor sonur hennar klædd í prjónafatnað frá íslenska merkinu As We Grow. Prjónamennskan er farin að heilla Vöku sem hyggst sinna því áhugamáli af ástríðu. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Alls ekki. Reglur eru til þess að brjóta og mér finnst þær ekki gera neinum greiða þegar það kemur að klæðaburði. Fólk á bara að klæða sig í það sem kallar á það hverju sinni og ekki taka neinu of alvarlega. Það eru svo margar gamlar reglur um hvað passar saman og hvað ekki, sem setja óþarfa hömlur á eitthvað sem á að vera skemmtilegt og ánægjulegt ferli. Mér þykir miklu skemmtilegra að sjá fólk taka áhættur og prófa eitthvað nýtt, sem ekki allir eru í. Það sem ég hef hinsvegar alltaf á bak við eyrað er hvað klæðir mig persónulega, ég hef lært það með árunum hvaða föt henta mér og hvað ekki. Ef það er eitthvað sem kallar á mig en ég veit að hentar mér ekki þá er það bara aðeins að renna flíkinni í gegnum saumavélina og málið er dautt. Vaka lætur fátt stoppa sig í tískunni, er óhrætt við að taka áhættur og er dugleg að draga fram saumavélina ef hún þarf að aðlaga flíkunum að sér. Aðsend Vinkonur mínar hafa hlegið að mér í mörg ár fyrir þetta, ég keypti flíkur sem voru allt of stórar og þær fengu bara eina umferð í gegnum gömlu saumavélina hennar mömmu með bláum eða grænum þráð og allir sáttir. Í dag vil ég meina að þetta sé orðið aðeins meira fagmannlegt ferli þar sem ég sé möguleikana í flíkum sem tæknilega séð ættu ekki að ganga upp en enda með sérsniðnar flíkur eftir mínu höfði. Mín eina óskrifaða regla er að reyna að kaupa bara flíkur úr gæða efnum svo sem ull, bómull eða silki, þá endast þær mikið lengur ef hugsað er rétt og vel um þær. Vaka leggur upp úr því að versla flíkur í góðum efnum og sniðum sem henta sér en er annars á móti reglum í klæðaburði.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég var fjögurra ára gaf pabbi mér hvítan prinsessukjól með blómabelti fyrir jólin. Þá var ekki aftur snúið og ég var ofurseld skvísu lífsstílnum. Sama kvöld fékk ég babyborn dúkku í jólagjöf, ég var vægast sagt í skýjunum og toppnum hefur ekki verið náð síðan. Vaka hefur verið ofurseld skvísu lífsstílnum síðan hún var fjögurra ára. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Meira er meira (e. more is more), treystu eigin innsæi og sýndu persónuleikann þinn þegar þú klæðir þig, það er svo miklu skemmtilegra. Vaka hvetur fólk til að treysta á innsæi sitt þegar það kemur að klæðaburði.Aðsend Hér má fylgjast með Vöku á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30 „Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“ Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali. 6. janúar 2024 11:31 „Bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi“ Athafnakonan, tískubloggarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Elísabet Gunnarsdóttir nýtur tískunnar til hins ítrasta og ber virðingu fyrir henni. Hún velur föt eftir skapi hverju sinni og hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Elísabet Gunnars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. desember 2023 11:31 „Sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl“ Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali. 23. desember 2023 11:30 „Mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum“ Leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir elskar að klæða sig upp og hefur gaman að því að sjá hvernig tískan endurspeglar manneskjurnar í öllum margbreytileika þeirra. Snæfríður er viðmælandi í Tískutali. 16. desember 2023 11:30 „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30 Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31
Bætti stílinn með því að fækka í fötunum Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. janúar 2024 11:30
„Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“ Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali. 6. janúar 2024 11:31
„Bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi“ Athafnakonan, tískubloggarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Elísabet Gunnarsdóttir nýtur tískunnar til hins ítrasta og ber virðingu fyrir henni. Hún velur föt eftir skapi hverju sinni og hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Elísabet Gunnars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. desember 2023 11:31
„Sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl“ Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali. 23. desember 2023 11:30
„Mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum“ Leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir elskar að klæða sig upp og hefur gaman að því að sjá hvernig tískan endurspeglar manneskjurnar í öllum margbreytileika þeirra. Snæfríður er viðmælandi í Tískutali. 16. desember 2023 11:30
„Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30
„Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30
Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30
Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31