Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 13:54 Framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur á síðustu sex mánuðum dregist saman um tæplega helming. Vísir/Vilhelm Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ. Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ.
Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira