Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 22:00 Þungt hefur verið yfir Ríkisútvarpinu undanfarið vegna stórrar ákvörðunar sem þarf að taka. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40