Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 10:08 Svo virðist sem hluti vængs flugvélarinnar hafi brotnað af áður en hún lenti á jörðinni og rennir það stoðum undir það að hún hafi verið skotin niður. Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira