Heilmikið byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2024 21:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er að gera það gott í sveitarfélaginu með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. „Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
„Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira