Heilmikið byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2024 21:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er að gera það gott í sveitarfélaginu með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. „Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira