Búrfellslundur – fyrir hvern? Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun