Tímar útlagans Ástþór Jóhannsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar