Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 07:28 Selenskíj vill að málið verði rannsakað. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. „Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34