Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:26 Höttur vann sterkan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. Umferð og veður sáu til þess að leik kvöldsins seinkaði um 45 mínútur, en þegar leikurinn loksins hófst voru það gestirnir frá Egilsstöðum sem voru sterkari. Hattarmenn virtust ekki geta klikkað á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og liðið setti niður sjö þrista í fyrsta leikhluta. Hattarmenn leiddu því með tíu stigum þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 23-33. Hattarmenn voru áfram með yfirhöndina í öðrum leikhluta og stóðu af sér tvö góð áhlaup Þórsara. Gestirnir tóku svo góðan endasprett fyrir hálfleikshléið og fóru með tólf stiga forskot inn í hlé í stöðunni 45-57. Þórsarar héldu áfram að reyna að saxa á forskot Hattarmanna í síðari hálfleik. Líkt og í þeim fyrri tókst það nokkrum sinnum, en saga leiksins var sú að í hvert einasta skipti sem Þórsarar fengu tækifæri til að komast nálægt gestunum mistókst það. Heimamenn fengu meira að segja tækifæri til að jafna metin í þriðja leikhluta, en ekki tókst það og gestirnir leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann. Þar hélt sagan áfram. Þórsarar fengu nóg af tækifærum til að jafna metin í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-0, eða komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Alltaf tókst Hattarmönnum þó að halda forystunni og þeir voru með þriggja stiga forskot þegar Þórsarar héldu í sína seinustu sókn. Darwin Davis, sem var skugginn af sjálfum sér í leiknum, misnotaði síðasta skot Þórs og niðurstaðan varð þriggja stiga sigur Hattar, 89-92. Af hverju vann Höttur? Þrátt fyrir að sigur Hattar hafi ekki verið stór virtist liðið hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. Þórsarar fóru oft og tíðum illa að ráði sínu þegar þeir gátu jafnað metin eða komið sér yfir og Hattarmenn refsuðu fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið skiptist nokkuð jafnt milli manna hjá Hetti, en Nemanja Knezevic endaði stigahæstur með 20 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Það er erfitt að segja að einhver hafi staðið upp úr í liði Þórs, en Nigel Pruitt var atkvæðamestur í sókninni með 21 stig. Hvað gekk illa? Það er óhætt að segja að Þórsurum hafi gengið illa að snúa leiknum sér í hag. Liðið var undir frá fyrstu mínútu og elti allan leikinn. Þrátt fyrir mörg góð tækifæri til að jafna metin eða koma sér yfir kastaði liðið alltaf frá sér þeim möguleika og Hattarmenn refsuðu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næstkomandi fimmtudag, þann 1. febrúar. Höttur tekur á móti Hamri á Egilsstöðum klukkan 19:15 og á sama tíma sækja Þórsarar Álftanes heim. Lárus: Héldum að við værum svakalega góðir Lárus Jónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn „Mér fannst við bara koma hálf værukærir í þennan leik,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Við héldum að við værum svakalega góðir og mér fannst eins og við héldum að það væri eitthvað formsatriði að vinna Hött, sem er alls ekki því þeir eru með mjög gott lið. Við grófum okkur holu í fyrsta leikhluta þar sem þeir voru að hitta mjög vel og voru með sjö af tíu í þriggja stiga. Þannig að ég er mjög svekktur með það hvernig liðið kom út.“ Hann segir það erfitt að vera að ellta frá fyrstu mínútu. „Þeir voru orðnir heitir og svo náðu þeir bara að loka leiknum í lokin af því að við leyfðum þeim að hitna í fyrsta leikhluta. Það er bæði að að Hattarmenn voru góðir og við værukærir.“ Þórsarar fengu sína sénsa til að koma sér yfir í leiknum, en nýttu þá ekki. Lárus segir að gamla góða herslumuninn hafi vantað. „Mér fannst við spila bara fínt í sinni hálfleik. Við spilum vel í þriðja þar sem við höldum þeim í þrettán stigum og spilum líka vel í fjórða. En það vantaði bara herslumuninn. Skotinn duttu ekki alveg ofan í og menn voru aðeins hikandi. Við náðum aldrei neinu alvöru áhlaupi í þriðja þar sem við spiluðum frábæra vörn en skoruðum bara 22 stig. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við átt að skora 30 stig í þeim leikhluta.“ Þá segir Lárus einnig að það hafi verið blóðugt að fá á sig tæplega 60 stig í fyrri hálfleik. „Mér fannst það einmitt vera mikil værukærð yfir liðinu. En Hattarmenn voru líka bara að hitta mjög vel.“ Að lokum var Lárus spurður út í furðulegt atvik sem átti sér stað í fjórða leikhluta þegar Emil Karel Einarsson, fyrirliði liðsins, var rekinn af velli með sína fimmtu villu. Flestir í húsinu virtust vera sammála um það að Jordan Semple, liðsfélagi Emils, hafi brotið af sér, en dómarar leiksins dæmdu á Emil. Meira að segja reyndu leikmenn og þjálfarar Hattar að leiðrétta dómarana, sem hlustuðu þó ekki. „Tommi [Tómas Valur Þrastarson] kom bara inn og stóð sig vel, en þetta var náttúrulega bara kolrangur dómur. Það var Jordan Semple sem braut ekki á honum, en það var dæmd villa,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Höttur
Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. Umferð og veður sáu til þess að leik kvöldsins seinkaði um 45 mínútur, en þegar leikurinn loksins hófst voru það gestirnir frá Egilsstöðum sem voru sterkari. Hattarmenn virtust ekki geta klikkað á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og liðið setti niður sjö þrista í fyrsta leikhluta. Hattarmenn leiddu því með tíu stigum þegar fyrsta leikhluta lauk, staðan 23-33. Hattarmenn voru áfram með yfirhöndina í öðrum leikhluta og stóðu af sér tvö góð áhlaup Þórsara. Gestirnir tóku svo góðan endasprett fyrir hálfleikshléið og fóru með tólf stiga forskot inn í hlé í stöðunni 45-57. Þórsarar héldu áfram að reyna að saxa á forskot Hattarmanna í síðari hálfleik. Líkt og í þeim fyrri tókst það nokkrum sinnum, en saga leiksins var sú að í hvert einasta skipti sem Þórsarar fengu tækifæri til að komast nálægt gestunum mistókst það. Heimamenn fengu meira að segja tækifæri til að jafna metin í þriðja leikhluta, en ekki tókst það og gestirnir leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann. Þar hélt sagan áfram. Þórsarar fengu nóg af tækifærum til að jafna metin í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-0, eða komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Alltaf tókst Hattarmönnum þó að halda forystunni og þeir voru með þriggja stiga forskot þegar Þórsarar héldu í sína seinustu sókn. Darwin Davis, sem var skugginn af sjálfum sér í leiknum, misnotaði síðasta skot Þórs og niðurstaðan varð þriggja stiga sigur Hattar, 89-92. Af hverju vann Höttur? Þrátt fyrir að sigur Hattar hafi ekki verið stór virtist liðið hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. Þórsarar fóru oft og tíðum illa að ráði sínu þegar þeir gátu jafnað metin eða komið sér yfir og Hattarmenn refsuðu fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið skiptist nokkuð jafnt milli manna hjá Hetti, en Nemanja Knezevic endaði stigahæstur með 20 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Það er erfitt að segja að einhver hafi staðið upp úr í liði Þórs, en Nigel Pruitt var atkvæðamestur í sókninni með 21 stig. Hvað gekk illa? Það er óhætt að segja að Þórsurum hafi gengið illa að snúa leiknum sér í hag. Liðið var undir frá fyrstu mínútu og elti allan leikinn. Þrátt fyrir mörg góð tækifæri til að jafna metin eða koma sér yfir kastaði liðið alltaf frá sér þeim möguleika og Hattarmenn refsuðu. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næstkomandi fimmtudag, þann 1. febrúar. Höttur tekur á móti Hamri á Egilsstöðum klukkan 19:15 og á sama tíma sækja Þórsarar Álftanes heim. Lárus: Héldum að við værum svakalega góðir Lárus Jónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn „Mér fannst við bara koma hálf værukærir í þennan leik,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Við héldum að við værum svakalega góðir og mér fannst eins og við héldum að það væri eitthvað formsatriði að vinna Hött, sem er alls ekki því þeir eru með mjög gott lið. Við grófum okkur holu í fyrsta leikhluta þar sem þeir voru að hitta mjög vel og voru með sjö af tíu í þriggja stiga. Þannig að ég er mjög svekktur með það hvernig liðið kom út.“ Hann segir það erfitt að vera að ellta frá fyrstu mínútu. „Þeir voru orðnir heitir og svo náðu þeir bara að loka leiknum í lokin af því að við leyfðum þeim að hitna í fyrsta leikhluta. Það er bæði að að Hattarmenn voru góðir og við værukærir.“ Þórsarar fengu sína sénsa til að koma sér yfir í leiknum, en nýttu þá ekki. Lárus segir að gamla góða herslumuninn hafi vantað. „Mér fannst við spila bara fínt í sinni hálfleik. Við spilum vel í þriðja þar sem við höldum þeim í þrettán stigum og spilum líka vel í fjórða. En það vantaði bara herslumuninn. Skotinn duttu ekki alveg ofan í og menn voru aðeins hikandi. Við náðum aldrei neinu alvöru áhlaupi í þriðja þar sem við spiluðum frábæra vörn en skoruðum bara 22 stig. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við átt að skora 30 stig í þeim leikhluta.“ Þá segir Lárus einnig að það hafi verið blóðugt að fá á sig tæplega 60 stig í fyrri hálfleik. „Mér fannst það einmitt vera mikil værukærð yfir liðinu. En Hattarmenn voru líka bara að hitta mjög vel.“ Að lokum var Lárus spurður út í furðulegt atvik sem átti sér stað í fjórða leikhluta þegar Emil Karel Einarsson, fyrirliði liðsins, var rekinn af velli með sína fimmtu villu. Flestir í húsinu virtust vera sammála um það að Jordan Semple, liðsfélagi Emils, hafi brotið af sér, en dómarar leiksins dæmdu á Emil. Meira að segja reyndu leikmenn og þjálfarar Hattar að leiðrétta dómarana, sem hlustuðu þó ekki. „Tommi [Tómas Valur Þrastarson] kom bara inn og stóð sig vel, en þetta var náttúrulega bara kolrangur dómur. Það var Jordan Semple sem braut ekki á honum, en það var dæmd villa,“ sagði Lárus að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti