Ótrúleg atburðarás fyrir þrjátíu árum: Tveggja barna móðir svæfð á Holtinu og börn hennar numin á brott Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Stilla úr einkaviðtali Heimis Más Péturssonar við Donald Michael Feeney sem sjá má neðar í greininni. skjáskot Á þriðjudaginn var, hinn 23. janúar, voru þrjátíu ár liðinn frá því bandaríski sérsveitarmaðurinn Donald Michael Feeney var látinn laus úr fangelsi á Íslandi eftir afplánun tveggja ára dóms sem hann fékk fyrir að hafa skipulagt og framkvæmt með ótrúlegum blekkingum brottnám á tveimur dætrum íslenskrar móður. Aðgerðin var að ósk bandarískra feðra stúlknanna. Heimir Már Pétursson, þá ungur fréttamaður á Stöð 2, fékk einn einkaviðtal við Feeney sem hafði árið á undan verið í aðalhlutverki í einu sérkennilegasta sakamáli Íslandssögunnar þar sem atburðarrásin var ævintýranleg. Heimir Már tók viðtal við Donald Feeney fyrir þrjátíu árum síðan.skjáskot Vísir birtir nú aftur viðtalið við Feeney sem ekki hefur verið sýnt í 30 ár. Málið vakti heimsathygli og gerði Heimir Már styttri útgáfu af viðtalinu í frétt fyrir CNN. En áður en haldið er lengra er rétt að rifja upp atburðarásina sem var lygileg og fangaði íslenskan almenning enda málið allt með ólíkindum. Allir sem komnir eru á virðulegan aldur muna örugglega eftir þessu máli sem á vissan hátt minnir á forræðisdeilumál Eddu Bjarkar Arnardóttur í Noregi sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu. Þetta mál var þó mun ótrúlegra þar sem inn í það fléttuðust miklar blekkingar og lygar um gerð kvikmyndar á Íslandi með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Erfið forræðisdeila og flótti frá Bandaríkjunum Árið 1992 stóð Erna Eyjólfsdóttir, tveggja barna íslensk móðir, í skilnaði og forræðisdeilu við þáverandi seinni eiginmann sinn James Brian Grayson í Flórída. Dóttirin Anna Nicole Grayson var þá fimm ára gömul. Fyrir átti Erna dótturina Elísabetu Jane Pittman, þá tíu ára, með fyrrverandi bandarískum eiginmanni sínum Fredrick Arthur Pittman sem hafði forræði yfir henni. Úr Morgunblaðinu 29. janúar 1993. Þegar skilnaðar- og forræðismál Ernu og Grayson var tekið fyrir dóm í Santa Rose í Flórída var henni gert að skila inn vegabréfi sínu og dætra sinna og sett í farbann. Áður en dómsmálinu lauk ákvað hún hins vegar að brjóta farbannið og flúði. Eftir að hafa farið þar huldu höfði í um tvær vikur var dómsmálinu haldið áfram og í fjarveru Ernu var skilnaður hennar og Grayson staðfestur hinn 15. október 1992. Honum var dæmt fullt forræði yfir Önnu Nicole og Ernu synjað um umgengni við dótturina. Í dóminum var sérstaklega áréttað að Erna hefði ekki mætt fyrir dóminn og brotið farbannið. Eftir að hafa gist á mörgum hótelum með dæturnar í Flórída ákvað Erna að flýja með dæturnar til Íslands áður en dómur var kveðinn upp enda taldi hún litlar líkur á að henni yrði dæmt forræðið. Hún ók með dæturnar til New York þangað sem hún kom hinn 18. október 1992. Þar tókst henni að fá útgefin íslensk bráðabirgðavegabréf fyrir sig og dæturnar. Þær flugu síðan með Flugleiðum (nú Icelandair) frá New York til Íslands hinn 2. maí 1993. Úr DV 19. febrúar 1993. Feðurnir sameinast og ráða öryggisfyrirtæki til starfa Eftir flóttann höfðaði Pittman faðir eldri stúlkunnar forræðismál í samráði við Grayson föður yngri stúlkunnar og var þeim dæmt forræði yfir dætrum sínum í júní 1992. Feðurnir höfðuðu einnig skaðabótamál gegn Flugleiðum þar sem krafist var mjög hárra upphæða vegna meintrar þátttöku flugfélagsins í ólöglegum flótta Ernu með dæturnar. Flugfélagið sagði starfsmenn félagsins í New York hins vegar ekkert hafa vitað af farbanni Ernu og dætranna og þær hafi haft farmiða og löglega útgefin ferðaskírteini. Fósturfaðir Ernu hafði aftur á móti góð sambönd á Keflavíkurflugvelli vegna starfa sinna og á þáttur hans í öllu málinu eftir að koma nánar við sögu. Þegar hér var komið var málið allt með miklum ólíkindum en átti eftir að taka á sig enn reifarakenndari mynd. Feðurnir James Brian Grayson og Fredrick Arthur Pittman stilltu nú saman strengi til að ná dætrum sínum aftur til Bandaríkjanna, enda báðir með dæmt forræði yfir þeim. Þeir leituðu aðstoðar fyrirtækisins Corporate Training Unlimited (CTU) í Fayettville í Norður Karolínu í eigu hjónanna Donald Michael Feeney og Judy Feeney. Þaulvanur sérsveitarmaður úr Bandaríkjaher skerst í leikinn Donald Feeney hafði gegnt herþjónustu í Bandaríkjaher í fjölmörg ár frá 17 ára aldri og verið þjálfaður í sérsveitum hersins áður en hann gekk úr hernum og stofnaði CTU. Fyrirtæki þeirra hjóna sérhæfði sig meðal annars í að aðstoða bandarískar mæður við að endurheimta börn þeirra, eða til að flýja með þær og börn þeirra til Bandaríkjanna, eftir að feðurnir höfðu rænt þeim eða meinað mæðrunum samskipti við börn sín, sérstaklega í arabaheiminum. Úr DV 30. janúar 1993. Frægasta mál CTU var þegar fyrirtækinu tókst með ýmsum blekkingum að endurheimta dóttur Cathy Mahone frá Jórdaníu árið 1988. Um það var gerð kvikmyndin Desperate Rescue: The Cathy Mahone Story með Mariel Hemingway í hlutverki móðurinnar. Kvikmyndin kom út árið 1993 um svipað leyti og Pittman og Grayson leita til CTU. Þá tók Donald Feeney sem sérsveitarmaður í Bandaríkjaher þátt í misheppnaðri tilraun, Operation Eagle Claw, til að bjarga bandarískum gíslum í Íran árið 1980. Nokkrar af þyrlum sérsveitarinnar hröpuðu í eyðimörk og átta menn í sveitinni létust en Feeney slapp. Hann tók einnig þátt í að bjarga sex trúboðum í Súdan og innrásinni í Grenada. Eiginkona hans Judy Feeney var fyrrverandi njósnari hjá bandaríska hernum. Sérsveitarfólk undir fölsku flaggi í Reykjavík Í desember 1992 koma Feeney hjónin ásamt fleirum á þeirra vegum til Íslands undir því yfirskyni að þar ætti að taka upp kvikmynd með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Donald tók sér nafn Mario Kassars framleiðanda og forstjóra kvikmyndafyrirtækis Caroloco. Var Ernu boðið að taka þátt í leit að tökustöðum og fengin ýmis verkefni eins og að þýða bréf. Hún fór meðal annars til fundar við meinta starfsmenn kvikmyndafyrirtækisins í Sviss og hafði þá eldri dótturina með sér en yngri dóttirinn varð eftir á Íslandi. Því varð ekkert úr aðgerðum þar. Í janúar 1993 kom Grayson faðir yngri telpunnar til Íslands að ráðleggingum starfsfólks Feeneys. Eftir tvo daga á Íslandi var honum sagt að Erna væri tilbúin til að afhenda börnin, sem var ekki rétt. Hins vegar var Erna farin eftir allar blekkingarnar að treysta Feeney hjónunum og samstarfsfólki þeirra. Móðirinni byrlað og dæturnar numdar á brott Henni var boðið á veitingastað og hafði börnin með sér. Þá um kvöldið var henni byrlað sljóvgandi lyfi. Þegar hún vaknaði nokkrum tímum síðar á Hótel Holti uppgötvaði hún að börnin voru horfin. Grayson beið eftir dóttur sinni fyrir utan hótelið en Pittman kom ekki til landsins heldur beið dóttur sinnar í Lúxemborg. Forsíða DV 24. mars 1993. Þótt stjúpfaðir Ernu hafi varað útlendingaeftirlitið og tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli við því að dætrum Ernu kynni að verða rænt og myndir af þeim væru hjá vegabréfaskoðun, tókst Judy Feeney og samstarfsfólki að koma dóttur Pittman úr landi með flugi til Lúxemborgar. Donald Feeney og Grayson voru hins vegar handteknir á Keflavíkurflugvelli með yngri telpuna. Eftir að íslensk yfirvöld gerðu yfirvöldum í Lúxemborg viðvart var eldri telpan send til baka daginn eftir til Íslands, jafnvel þótt Pittman hefði forræði yfir henni. Judy og samverkafólki hennar var hins vegar sleppt úr haldi eftir sjö klukkustundir. Eftir handtökurnar sprakk málið út í íslenskum fjölmiðlum og stóð almenningur á gati þegar blekkingarleikurinn var rakinn. Donald Feeney og James Brian Grayson voru dæmdir í gæsluvarðhald hinn 25. janúar 1993. Það var síðan framlengt tvívegis fram yfir dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti sem kvað upp sinn dóm hinn 19. mars. Donald Feeney var dæmdur í tveggja ára fangelsi og dróst gæsluvarðhaldstímabilið frá þeim dómi. Grayson fékk átta mánaða dóm, þar af sex mánuði skilorðsbunda. Hann var því laus allra mála við dómsuppkvaðningu en Feeney var fluttur á Litla Hraun. Eftir þennan dóm var móðurinni, Ernu Eyjólfsdóttur, dæmt forræðið yfir dætrunum. Í hæstaréttadóminum segir meðal annars að því hafi verið slegið föstu að Erna „hafi umsjá dætra sinna hér á landi meðan yfirvöld geri ekki á því aðra skipan.“ Fyrirmyndar sérsveitarfangi strýkur af Litla Hrauni Á Litla Hrauni þótti Feeney vera fyrirmyndarfangi. Hann var rólegur og í góðum samskiptum við aðra fanga og fangaverði. Hann stundaði líkamsrækt af kappi og hljóp nokkra kílómetra á dag með sandpoka á bakinu. Í líkamsræktinni kynntist hann meðal annars fanganum Jóni Gesti Ólafssyni. Feeney gerði sér fljótlega ljóst að öryggisgæsla var ekki mikil á Litla Hrauni og byrjaði að skipuleggja flótta sinn þaðan. Rétt rúmlega fjórum mánuðum eftir dómsuppkvaðningu í Hæstarétti, nánar tiltekið aðfaranótt 6. ágúst 1993 struku Donald Feeney og Jón Gestur af Hrauninu. Þeir sættu lags á meðan fangaverðir horfðu á spennumynd og í miðjum hávaðanum náðu þeir einfaldlega í lykla að fangelsinu sem þeir vissu hvar voru geymdir og hurfu út í nóttina. Það reyndist Feeney auðvelt að fara hratt yfir á göngu til Selfoss en tók mjög á Jón Gest. Á Selfossi tóku þeir leigubíl til Reykjavíkur og gistu eina nótt á Hótel Loftleiðum undir fölskum nöfnum. Klippa: Eitt ævintýri líkast sakamál Íslandssögunnar Með fulla vasa fjár og leigði einkaflugvél til Færeyja Flóttinn var greinilega vel skipulagður af Feeney vegna þess að í Reykjavík biðu hans miklir fjármunir í dollurum og öðrum gjaldmiðlum. Daginn eftir flugu þeir félagarnir með hundrað ferðamönnum í þotu Íslandsflugs til Vestmannaeyja. Þaðan hafði Feeney leigt þotuna til að fljúga með hann og Jón Gest áfram til Færeyja undir því yfirskyni að þeir væru að missa af bát. Þegar þarna var komið hafi lögreglu hins vegar tekist að rekja slóð þeirra og þeir voru handteknir í Vestmannaeyjum og fluttir í járnum til Reykjavíkur og þaðan aftur á Litla Hraun. Baksíða Morgunblaðsins 8. ágúst 1993. Donald Feeney sat helming refsivistarinnar á Litla Hrauni og þegar fór að styttast í að hann yrði látinn laus var hann fluttur í gæsluvarðhaldsfangelsið við Síðumúla. Undirritaður setti sig í samband við hann þar og samþykkti Feeney að veita Stöð 2 einkaviðtal um leið og honum yrði sleppt úr haldi. Klukkan sex að morgni hins 23. janúar 1994, í kyrrlátu vetrarveðri, gekk Feeney út úr Síðumúlafangelsinu frjáls maður. Þar beið fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson eftir honum ásamt myndatökumanni og lögmanni hans Erni heitnum Clausen. Á göngutúr um tóma Reykjavík og þaðan í Kristskirkju Eftir göngutúr um galtóma miðborgina, Laugaveg, Austurstræti og Austurvöll þar sem fréttamaður sýndi Feeney meðal annars Alþingishúsið, var haldið á Kaffivagninn á Granda þar sem viðtalið var tekið. Að því loknu óskaði hinn kaþólski Feeney eftir því að vera ekið að Kristskirkju á Landakoti þar sem hann baðst fyrir og hefur ef til vill hitt prest. Þann sama dag flaug hann á brott frá Íslandi. Klippa: Frétt Stöðvar 2 fyrir CNN um Donald Feeny Allt þetta mál vakti gríðarlega athygli á litla og saklausa Íslandi og í Bandaríkjunum. Stöð 2 var á þessum árum í nánu samstarfi við CNN sem hafði verið stofnuð 14 árum áður og var leiðandi í heiminum í fréttum allan sólarhringinn. Fréttamaður útbjó því styttri frétt um frelsi Donalds Feeney fyrir CNN. Viðtalið við hann og fréttina fyrir CNN fyrir 30 árum má sjá í spilurum með þessari samantekt. Í dag vinna Donald og Judy Feeney hjá öryggisþjónustufyrirtækinu Fortem Genus í Fayetteville í Norður Karolínu. Fréttaskýringar Reykjavík Einu sinni var... Hótel á Íslandi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00 Feeney hreinsaður af ásökunum um aðild að morði Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, hefur verið hreinsaður af ásökunum um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 13:24 Feeney grunaður um morð í Írak Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 12:02 Bikiníbomba ákærð í 24 liðum Bikiníbomban Anna Nicole Grayson hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum. 27. febrúar 2009 14:47 Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10. maí 2005 00:01 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Heimir Már Pétursson, þá ungur fréttamaður á Stöð 2, fékk einn einkaviðtal við Feeney sem hafði árið á undan verið í aðalhlutverki í einu sérkennilegasta sakamáli Íslandssögunnar þar sem atburðarrásin var ævintýranleg. Heimir Már tók viðtal við Donald Feeney fyrir þrjátíu árum síðan.skjáskot Vísir birtir nú aftur viðtalið við Feeney sem ekki hefur verið sýnt í 30 ár. Málið vakti heimsathygli og gerði Heimir Már styttri útgáfu af viðtalinu í frétt fyrir CNN. En áður en haldið er lengra er rétt að rifja upp atburðarásina sem var lygileg og fangaði íslenskan almenning enda málið allt með ólíkindum. Allir sem komnir eru á virðulegan aldur muna örugglega eftir þessu máli sem á vissan hátt minnir á forræðisdeilumál Eddu Bjarkar Arnardóttur í Noregi sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu. Þetta mál var þó mun ótrúlegra þar sem inn í það fléttuðust miklar blekkingar og lygar um gerð kvikmyndar á Íslandi með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Erfið forræðisdeila og flótti frá Bandaríkjunum Árið 1992 stóð Erna Eyjólfsdóttir, tveggja barna íslensk móðir, í skilnaði og forræðisdeilu við þáverandi seinni eiginmann sinn James Brian Grayson í Flórída. Dóttirin Anna Nicole Grayson var þá fimm ára gömul. Fyrir átti Erna dótturina Elísabetu Jane Pittman, þá tíu ára, með fyrrverandi bandarískum eiginmanni sínum Fredrick Arthur Pittman sem hafði forræði yfir henni. Úr Morgunblaðinu 29. janúar 1993. Þegar skilnaðar- og forræðismál Ernu og Grayson var tekið fyrir dóm í Santa Rose í Flórída var henni gert að skila inn vegabréfi sínu og dætra sinna og sett í farbann. Áður en dómsmálinu lauk ákvað hún hins vegar að brjóta farbannið og flúði. Eftir að hafa farið þar huldu höfði í um tvær vikur var dómsmálinu haldið áfram og í fjarveru Ernu var skilnaður hennar og Grayson staðfestur hinn 15. október 1992. Honum var dæmt fullt forræði yfir Önnu Nicole og Ernu synjað um umgengni við dótturina. Í dóminum var sérstaklega áréttað að Erna hefði ekki mætt fyrir dóminn og brotið farbannið. Eftir að hafa gist á mörgum hótelum með dæturnar í Flórída ákvað Erna að flýja með dæturnar til Íslands áður en dómur var kveðinn upp enda taldi hún litlar líkur á að henni yrði dæmt forræðið. Hún ók með dæturnar til New York þangað sem hún kom hinn 18. október 1992. Þar tókst henni að fá útgefin íslensk bráðabirgðavegabréf fyrir sig og dæturnar. Þær flugu síðan með Flugleiðum (nú Icelandair) frá New York til Íslands hinn 2. maí 1993. Úr DV 19. febrúar 1993. Feðurnir sameinast og ráða öryggisfyrirtæki til starfa Eftir flóttann höfðaði Pittman faðir eldri stúlkunnar forræðismál í samráði við Grayson föður yngri stúlkunnar og var þeim dæmt forræði yfir dætrum sínum í júní 1992. Feðurnir höfðuðu einnig skaðabótamál gegn Flugleiðum þar sem krafist var mjög hárra upphæða vegna meintrar þátttöku flugfélagsins í ólöglegum flótta Ernu með dæturnar. Flugfélagið sagði starfsmenn félagsins í New York hins vegar ekkert hafa vitað af farbanni Ernu og dætranna og þær hafi haft farmiða og löglega útgefin ferðaskírteini. Fósturfaðir Ernu hafði aftur á móti góð sambönd á Keflavíkurflugvelli vegna starfa sinna og á þáttur hans í öllu málinu eftir að koma nánar við sögu. Þegar hér var komið var málið allt með miklum ólíkindum en átti eftir að taka á sig enn reifarakenndari mynd. Feðurnir James Brian Grayson og Fredrick Arthur Pittman stilltu nú saman strengi til að ná dætrum sínum aftur til Bandaríkjanna, enda báðir með dæmt forræði yfir þeim. Þeir leituðu aðstoðar fyrirtækisins Corporate Training Unlimited (CTU) í Fayettville í Norður Karolínu í eigu hjónanna Donald Michael Feeney og Judy Feeney. Þaulvanur sérsveitarmaður úr Bandaríkjaher skerst í leikinn Donald Feeney hafði gegnt herþjónustu í Bandaríkjaher í fjölmörg ár frá 17 ára aldri og verið þjálfaður í sérsveitum hersins áður en hann gekk úr hernum og stofnaði CTU. Fyrirtæki þeirra hjóna sérhæfði sig meðal annars í að aðstoða bandarískar mæður við að endurheimta börn þeirra, eða til að flýja með þær og börn þeirra til Bandaríkjanna, eftir að feðurnir höfðu rænt þeim eða meinað mæðrunum samskipti við börn sín, sérstaklega í arabaheiminum. Úr DV 30. janúar 1993. Frægasta mál CTU var þegar fyrirtækinu tókst með ýmsum blekkingum að endurheimta dóttur Cathy Mahone frá Jórdaníu árið 1988. Um það var gerð kvikmyndin Desperate Rescue: The Cathy Mahone Story með Mariel Hemingway í hlutverki móðurinnar. Kvikmyndin kom út árið 1993 um svipað leyti og Pittman og Grayson leita til CTU. Þá tók Donald Feeney sem sérsveitarmaður í Bandaríkjaher þátt í misheppnaðri tilraun, Operation Eagle Claw, til að bjarga bandarískum gíslum í Íran árið 1980. Nokkrar af þyrlum sérsveitarinnar hröpuðu í eyðimörk og átta menn í sveitinni létust en Feeney slapp. Hann tók einnig þátt í að bjarga sex trúboðum í Súdan og innrásinni í Grenada. Eiginkona hans Judy Feeney var fyrrverandi njósnari hjá bandaríska hernum. Sérsveitarfólk undir fölsku flaggi í Reykjavík Í desember 1992 koma Feeney hjónin ásamt fleirum á þeirra vegum til Íslands undir því yfirskyni að þar ætti að taka upp kvikmynd með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Donald tók sér nafn Mario Kassars framleiðanda og forstjóra kvikmyndafyrirtækis Caroloco. Var Ernu boðið að taka þátt í leit að tökustöðum og fengin ýmis verkefni eins og að þýða bréf. Hún fór meðal annars til fundar við meinta starfsmenn kvikmyndafyrirtækisins í Sviss og hafði þá eldri dótturina með sér en yngri dóttirinn varð eftir á Íslandi. Því varð ekkert úr aðgerðum þar. Í janúar 1993 kom Grayson faðir yngri telpunnar til Íslands að ráðleggingum starfsfólks Feeneys. Eftir tvo daga á Íslandi var honum sagt að Erna væri tilbúin til að afhenda börnin, sem var ekki rétt. Hins vegar var Erna farin eftir allar blekkingarnar að treysta Feeney hjónunum og samstarfsfólki þeirra. Móðirinni byrlað og dæturnar numdar á brott Henni var boðið á veitingastað og hafði börnin með sér. Þá um kvöldið var henni byrlað sljóvgandi lyfi. Þegar hún vaknaði nokkrum tímum síðar á Hótel Holti uppgötvaði hún að börnin voru horfin. Grayson beið eftir dóttur sinni fyrir utan hótelið en Pittman kom ekki til landsins heldur beið dóttur sinnar í Lúxemborg. Forsíða DV 24. mars 1993. Þótt stjúpfaðir Ernu hafi varað útlendingaeftirlitið og tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli við því að dætrum Ernu kynni að verða rænt og myndir af þeim væru hjá vegabréfaskoðun, tókst Judy Feeney og samstarfsfólki að koma dóttur Pittman úr landi með flugi til Lúxemborgar. Donald Feeney og Grayson voru hins vegar handteknir á Keflavíkurflugvelli með yngri telpuna. Eftir að íslensk yfirvöld gerðu yfirvöldum í Lúxemborg viðvart var eldri telpan send til baka daginn eftir til Íslands, jafnvel þótt Pittman hefði forræði yfir henni. Judy og samverkafólki hennar var hins vegar sleppt úr haldi eftir sjö klukkustundir. Eftir handtökurnar sprakk málið út í íslenskum fjölmiðlum og stóð almenningur á gati þegar blekkingarleikurinn var rakinn. Donald Feeney og James Brian Grayson voru dæmdir í gæsluvarðhald hinn 25. janúar 1993. Það var síðan framlengt tvívegis fram yfir dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti sem kvað upp sinn dóm hinn 19. mars. Donald Feeney var dæmdur í tveggja ára fangelsi og dróst gæsluvarðhaldstímabilið frá þeim dómi. Grayson fékk átta mánaða dóm, þar af sex mánuði skilorðsbunda. Hann var því laus allra mála við dómsuppkvaðningu en Feeney var fluttur á Litla Hraun. Eftir þennan dóm var móðurinni, Ernu Eyjólfsdóttur, dæmt forræðið yfir dætrunum. Í hæstaréttadóminum segir meðal annars að því hafi verið slegið föstu að Erna „hafi umsjá dætra sinna hér á landi meðan yfirvöld geri ekki á því aðra skipan.“ Fyrirmyndar sérsveitarfangi strýkur af Litla Hrauni Á Litla Hrauni þótti Feeney vera fyrirmyndarfangi. Hann var rólegur og í góðum samskiptum við aðra fanga og fangaverði. Hann stundaði líkamsrækt af kappi og hljóp nokkra kílómetra á dag með sandpoka á bakinu. Í líkamsræktinni kynntist hann meðal annars fanganum Jóni Gesti Ólafssyni. Feeney gerði sér fljótlega ljóst að öryggisgæsla var ekki mikil á Litla Hrauni og byrjaði að skipuleggja flótta sinn þaðan. Rétt rúmlega fjórum mánuðum eftir dómsuppkvaðningu í Hæstarétti, nánar tiltekið aðfaranótt 6. ágúst 1993 struku Donald Feeney og Jón Gestur af Hrauninu. Þeir sættu lags á meðan fangaverðir horfðu á spennumynd og í miðjum hávaðanum náðu þeir einfaldlega í lykla að fangelsinu sem þeir vissu hvar voru geymdir og hurfu út í nóttina. Það reyndist Feeney auðvelt að fara hratt yfir á göngu til Selfoss en tók mjög á Jón Gest. Á Selfossi tóku þeir leigubíl til Reykjavíkur og gistu eina nótt á Hótel Loftleiðum undir fölskum nöfnum. Klippa: Eitt ævintýri líkast sakamál Íslandssögunnar Með fulla vasa fjár og leigði einkaflugvél til Færeyja Flóttinn var greinilega vel skipulagður af Feeney vegna þess að í Reykjavík biðu hans miklir fjármunir í dollurum og öðrum gjaldmiðlum. Daginn eftir flugu þeir félagarnir með hundrað ferðamönnum í þotu Íslandsflugs til Vestmannaeyja. Þaðan hafði Feeney leigt þotuna til að fljúga með hann og Jón Gest áfram til Færeyja undir því yfirskyni að þeir væru að missa af bát. Þegar þarna var komið hafi lögreglu hins vegar tekist að rekja slóð þeirra og þeir voru handteknir í Vestmannaeyjum og fluttir í járnum til Reykjavíkur og þaðan aftur á Litla Hraun. Baksíða Morgunblaðsins 8. ágúst 1993. Donald Feeney sat helming refsivistarinnar á Litla Hrauni og þegar fór að styttast í að hann yrði látinn laus var hann fluttur í gæsluvarðhaldsfangelsið við Síðumúla. Undirritaður setti sig í samband við hann þar og samþykkti Feeney að veita Stöð 2 einkaviðtal um leið og honum yrði sleppt úr haldi. Klukkan sex að morgni hins 23. janúar 1994, í kyrrlátu vetrarveðri, gekk Feeney út úr Síðumúlafangelsinu frjáls maður. Þar beið fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson eftir honum ásamt myndatökumanni og lögmanni hans Erni heitnum Clausen. Á göngutúr um tóma Reykjavík og þaðan í Kristskirkju Eftir göngutúr um galtóma miðborgina, Laugaveg, Austurstræti og Austurvöll þar sem fréttamaður sýndi Feeney meðal annars Alþingishúsið, var haldið á Kaffivagninn á Granda þar sem viðtalið var tekið. Að því loknu óskaði hinn kaþólski Feeney eftir því að vera ekið að Kristskirkju á Landakoti þar sem hann baðst fyrir og hefur ef til vill hitt prest. Þann sama dag flaug hann á brott frá Íslandi. Klippa: Frétt Stöðvar 2 fyrir CNN um Donald Feeny Allt þetta mál vakti gríðarlega athygli á litla og saklausa Íslandi og í Bandaríkjunum. Stöð 2 var á þessum árum í nánu samstarfi við CNN sem hafði verið stofnuð 14 árum áður og var leiðandi í heiminum í fréttum allan sólarhringinn. Fréttamaður útbjó því styttri frétt um frelsi Donalds Feeney fyrir CNN. Viðtalið við hann og fréttina fyrir CNN fyrir 30 árum má sjá í spilurum með þessari samantekt. Í dag vinna Donald og Judy Feeney hjá öryggisþjónustufyrirtækinu Fortem Genus í Fayetteville í Norður Karolínu.
Fréttaskýringar Reykjavík Einu sinni var... Hótel á Íslandi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00 Feeney hreinsaður af ásökunum um aðild að morði Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, hefur verið hreinsaður af ásökunum um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 13:24 Feeney grunaður um morð í Írak Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 12:02 Bikiníbomba ákærð í 24 liðum Bikiníbomban Anna Nicole Grayson hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum. 27. febrúar 2009 14:47 Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10. maí 2005 00:01 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. 16. júlí 2015 11:00
Feeney hreinsaður af ásökunum um aðild að morði Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, hefur verið hreinsaður af ásökunum um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 13:24
Feeney grunaður um morð í Írak Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. 13. júní 2009 12:02
Bikiníbomba ákærð í 24 liðum Bikiníbomban Anna Nicole Grayson hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum. 27. febrúar 2009 14:47
Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. 10. maí 2005 00:01