„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:14 Viðar Örn bölvaði umferðinni í Reykjavík eftir leik Þórs og Hattar í Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49