Tom Hollander fékk bónusgreiðslu Tom Holland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 23:10 Tom Hollander var hortugur þar til hann sá hvað Tom Holland fær í bónusgreiðslu. Vísir/Getty Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu. Hollander sagði söguna í spjallþætti Seth Meyers. Þar útskýrði hann að þeir hefðu eitt sinn stuttlega verið hjá sama umboðsmanninum og svo virðist vera sem launadeildin hafi ruglað nöfnunum þeirra saman. Hinn 56 ára gamli leikari hefur undanfarin ár leikið í sjónvarpsþáttum á meðan 27 ára gamli kollegi hans hefur farið með hlutverk Kóngulóarmannsins í sex Marvel kvikmyndum. Hollander lýsti sögunni og hafði greinilega mikinn húmor fyrir málinu. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér: Hann sagðist hafa verið staddur á leiksýningu hjá félaga sínum. Hann hafi verið nýbúinn að leika í þætti hjá BBC og fengið fyrir það þrjátíu þúsund pund, eða því sem nemur rúmum fimm milljónum íslenskum króna. „Þarna sat ég fáránlega góður með mig, hortugur, nýbúinn að leika í þessum þætti sem var að fara að koma mér í gegnum næsta árið og ég hugsaði með mér: „Vá, hvað þetta er fínt. Mér gengur mjög vel.“ Hann hafi í hléi skoðað tölvupóstinn sinn og séð þar tölvupóst frá Marvel kvikmyndaverinu. Þar hafi staðið að um væri að ræða bónusgreiðslu fyrir The Avengers. „Þetta var rugl há upphæð. Þetta voru ekki einu sinni launin hans. Þetta var fyrsti bónusinn sem hann fékk. Ekki öll greiðslan heldur, heldur bara sú fyrsta. Og þetta var hærri upphæð en ég hafði nokkurn tímann séð. Þetta var sjö tölu upphæð. Hortugheit mín hurfu um leið.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
Hollander sagði söguna í spjallþætti Seth Meyers. Þar útskýrði hann að þeir hefðu eitt sinn stuttlega verið hjá sama umboðsmanninum og svo virðist vera sem launadeildin hafi ruglað nöfnunum þeirra saman. Hinn 56 ára gamli leikari hefur undanfarin ár leikið í sjónvarpsþáttum á meðan 27 ára gamli kollegi hans hefur farið með hlutverk Kóngulóarmannsins í sex Marvel kvikmyndum. Hollander lýsti sögunni og hafði greinilega mikinn húmor fyrir málinu. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér: Hann sagðist hafa verið staddur á leiksýningu hjá félaga sínum. Hann hafi verið nýbúinn að leika í þætti hjá BBC og fengið fyrir það þrjátíu þúsund pund, eða því sem nemur rúmum fimm milljónum íslenskum króna. „Þarna sat ég fáránlega góður með mig, hortugur, nýbúinn að leika í þessum þætti sem var að fara að koma mér í gegnum næsta árið og ég hugsaði með mér: „Vá, hvað þetta er fínt. Mér gengur mjög vel.“ Hann hafi í hléi skoðað tölvupóstinn sinn og séð þar tölvupóst frá Marvel kvikmyndaverinu. Þar hafi staðið að um væri að ræða bónusgreiðslu fyrir The Avengers. „Þetta var rugl há upphæð. Þetta voru ekki einu sinni launin hans. Þetta var fyrsti bónusinn sem hann fékk. Ekki öll greiðslan heldur, heldur bara sú fyrsta. Og þetta var hærri upphæð en ég hafði nokkurn tímann séð. Þetta var sjö tölu upphæð. Hortugheit mín hurfu um leið.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira