Þetta kemur fram í nýjasta þætti Útkalls en þar talar hann einnig við Hörð Ólafsson, fyrrum þyrlulækni, sem taldi á sömu stundu að gríðarstór „aldan væri að koma inn í þyrluna“.
Horfa má á þáttinn í spilarnum hér að neðan:
Auðunn hafði sigið niður í brimið og var þar með máttlítinn Dana í fanginu þegar hann horfði á TF-LÍF og sá að hún var að missa hæð. Hann ákvað að losa sig úr siglínunni þannig að hann drægist ekki með vélinni. En þá gerðist það óvænta.
Aðstæður voru einstaklega erfiðar, myrkur, stormur og slæmt skyggni. Áhöfnin náði að bjarga sjö af Dönunum en einn þeirra var látinn þegar þyrlan kom á slysstað.
Öldurnar voru á við þriggja hæða hús. Þetta var langerfiðasta útkall þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar fram að þessum tíma. Eftir björgunina sæmdu Danir áhöfn TF-LÍF heiðursmerki danska sjóhersins.
Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.