Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu.

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi skólans þennan dag.

Þá heyrum við í forsætisráðherra sem segir fjölda aðgerða í bígerð til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Ekki er búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið.

Við förum við yfir stöðuna í kjaraviðræðum, kíkjum á fjölmennt þorrablót í Kópavogi og heyrum í ósáttum eldri borgurum vegna þjónustuskerðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×