„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 23:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53
Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00