Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2024 07:07 Sendinefnd norska ríkisolíufélagsins Equinor í Þórshöfn í Færeyjum í vikunni. Jan Müller/Orkan.fo Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. „Rosebank dryppar á føroyingar“ segir í fyrirsögn fréttar Kringvarpsins um fund á Hilton-hótelinu í Þórshöfn síðastliðinn þriðjudag. Þangað mættu á annað hundrað áhrifamenn í færeysku stjórnmála- og atvinnulífi til að hlýða á forystumenn norska ríkisolíufélagsins Equinor, áður Statoil, kynna áform sín um uppbyggingu vinnslunnar á Rosebank. Frá kynningarfundinum um Rosebank-svæðið á Hilton-hótelinu í Þórshöfn.Jan Müller/Orkan.fo Samtök fyrirtækja í orkuiðnaði og útgerð, Føroya orku og ídnaðarbólkur og Sjóvinnufelagið, stóðu að fundinum og buðu fulltrúum Equinor til Færeyja. Fulltrúar norska olíurisans fóru jafnframt í kynnisför um eyjarnar og heimsóttu á annan tug fyrirtækja og stofnana, að því er fram kom í frétt Orkan.fo. Equinor áætlar að verja á næstu árum um 8,5 milljörðum punda, andvirði um 1.500 milljarða íslenskra króna, til uppbyggingar á svæðinu, sem skapa mun yfir tvöþúsund störf, þegar hæst stendur. Stefnt er að því að olíu- og gasvinnsla hefjist þar á árunum 2026 til 2027. Fjármálaráðherra Færeyja, Ruth Vang, heilsar Arne Gürtner, forstjóra Equinor í Bretlandi. Milli þeirra er Jákup Øregaard, yfirmaður olíuborana Equinor á norska landgrunninu. Hann mun jafnframt stjórna framleiðsluborunum á Rosebank árið 2025.Jan Müller/Orkan.fo Ljóst þykir að stærsti hluti umsvifanna verði í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum en þar er gert ráð fyrir að skapist yfir fimmhundruð ný störf á vinnslutímanum. Færeysku atvinnuvegasamtökin vonast þó til að eitthvað af 25 milljarða punda veltu svæðisins, jafnvirði 4.400 milljarða íslenskra króna, í 25 áætluð framleiðsluár, muni drjúpa inn í færeyskt samfélag. Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum sumarið 2014. ATLANTIC SUPPLY BASE/ELI LASSEN Færeyingar hafa mikla reynslu af þjónustu við olíuiðnaðinn við strendur Noregs og Bretlands. Fjöldi eyjaskeggja hefur sótt vinnu á olíuborpalla og færeyskar útgerðir hafa gert út flota sérhæfðra þjónustuskipa. Fyrir áratug sýndu hagtölur að þessi olíuútrás skilaði átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum Færeyja, að því er fram kom í þessari umfjöllun Stöðvar 2 árið 2013: Olíuleit við Færeyjar leiddi af sér talsverða starfsemi þar í landi og varð til þess að olíuþjónustumiðstöð byggðist upp í Rúnavík við Skálafjörð. Frá árinu 2001 hafa alls níu holur verið boraðar í lögsögu eyjanna, síðast árið 2014 þegar Statoil og ExxonMobil stóðu fyrir því að bora tvær holur. Þótt fundist hafi vottur af olíu hafa til þessa engar lindir fundist sem talið er svara kostnaði að vinna. Heima fyrir hafa færeysk fyrirtæki annast klössun olíuborpalla. Þannig sagði Vísir frá því árið 2014 þegar einn stærsti borpallur heims, West Hercules, gekkst undir viðamikla endurnýjun í Rúnavík eftir boranir við eyjarnar. Hátt í fimmhundruð manns tengdust því verki, sem var svo umsvifamikið að allt hótelrými á stóru svæði í kring var upptekið auk þess sem leigja þurfti sérstakt hótelskip undir mannskapinn. Mikil umsvif voru í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík sumarið 2014.ATLANTIC SUPPLY BASE/ELI LASSEN Þegar stefndi í olíuboranir á íslenska Drekasvæðinu buðust ráðamenn hafnarinnar í Rúnavík til að annast þjónustuna. Sögðu að þannig gætu menn sparað sér að byggja upp þjónustuhöfn á Íslandi, eins og fjallað var um í þessari frétt: Bresk stjórnvöld gáfu grænt ljós á uppbyggingu Rosebank-svæðisins síðastliðið haust. Í frétt Sky News var haft eftir ráðherra orkuöryggismála að meiri olíu- og gasframleiðsla myndi auka orkuöryggi og styrkja efnahag Bretlands. Landið þyrfti áfram olíu og gas á leið sinni að grænum orkuskiptum. Talsmenn umhverfisverndarsamtaka lýstu ákvörðuninni sem umhverfisskemmdarverki af hálfu Rishi Sunak og ríkisstjórnar hans, að því er fram kom í frétt The Guardian. Þingmaður Græningja kallaði hana siðferðilegan ruddaskap. Rosebank-svæðið er skammt frá lögsögumörkum Færeyja og Bretlands norðvestur af Hjaltlandseyjum. Sjá má móta fyrir syðsta hluta Færeyja efst til vinstri.Kort/Equinor Olían á Rosebank-svæðinu fannst árið 2004 en upphaflegir sérleyfishafar voru Texaco og Statoil ásamt tveimur smærri olíufélögum. Texaco-menn eru sagðir hafa nefnt svæðið Rosebank eftir skoskri vískítegund. Statoil, nú Equinor, keypti síðar hlut Texaco og á núna 80 prósent sérleyfisins en breska olíufélagið Ithaca á 20 prósent. Þess má geta að Ithaca var meðal sérleyfishafa á íslenska Drekasvæðinu og sendi þangað rannsóknarleiðangur sumarið 2016. Olíuleitarskip á vegum þess kom við á ytri höfninni í Reykjavík áður en haldið var á Drekann, eins og sagt var frá í þessari frétt Stöðvar 2: Rosebank er talið stærsta óunna olíusvæði Breta. Áætlað er að vinna megi ígildi 300 milljóna tunna olíu og gass á svæðinu. Equinor stefnir að því að dæla upp 70 þúsund tunnum af olíu á degi hverjum sem jafngildir átta prósentum af olíuþörf Bretlands. Aðstæður á Rosebank-svæðinu eru afar krefjandi og illviðri algeng með mikilli ölduhæð. Hafdýpið er um 1.100 metrar og þurfti að bora 2.800 metra niður í berggrunninn til að finna olíuna. Equinor hefur ákveðið að olíu- og gasvinnsluskipið Petrojarl Knarr annist vinnslu svæðisins. Færeyjar Bensín og olía Bretland Noregur Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. 8. desember 2020 23:36 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. 9. apríl 2013 19:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Rosebank dryppar á føroyingar“ segir í fyrirsögn fréttar Kringvarpsins um fund á Hilton-hótelinu í Þórshöfn síðastliðinn þriðjudag. Þangað mættu á annað hundrað áhrifamenn í færeysku stjórnmála- og atvinnulífi til að hlýða á forystumenn norska ríkisolíufélagsins Equinor, áður Statoil, kynna áform sín um uppbyggingu vinnslunnar á Rosebank. Frá kynningarfundinum um Rosebank-svæðið á Hilton-hótelinu í Þórshöfn.Jan Müller/Orkan.fo Samtök fyrirtækja í orkuiðnaði og útgerð, Føroya orku og ídnaðarbólkur og Sjóvinnufelagið, stóðu að fundinum og buðu fulltrúum Equinor til Færeyja. Fulltrúar norska olíurisans fóru jafnframt í kynnisför um eyjarnar og heimsóttu á annan tug fyrirtækja og stofnana, að því er fram kom í frétt Orkan.fo. Equinor áætlar að verja á næstu árum um 8,5 milljörðum punda, andvirði um 1.500 milljarða íslenskra króna, til uppbyggingar á svæðinu, sem skapa mun yfir tvöþúsund störf, þegar hæst stendur. Stefnt er að því að olíu- og gasvinnsla hefjist þar á árunum 2026 til 2027. Fjármálaráðherra Færeyja, Ruth Vang, heilsar Arne Gürtner, forstjóra Equinor í Bretlandi. Milli þeirra er Jákup Øregaard, yfirmaður olíuborana Equinor á norska landgrunninu. Hann mun jafnframt stjórna framleiðsluborunum á Rosebank árið 2025.Jan Müller/Orkan.fo Ljóst þykir að stærsti hluti umsvifanna verði í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum en þar er gert ráð fyrir að skapist yfir fimmhundruð ný störf á vinnslutímanum. Færeysku atvinnuvegasamtökin vonast þó til að eitthvað af 25 milljarða punda veltu svæðisins, jafnvirði 4.400 milljarða íslenskra króna, í 25 áætluð framleiðsluár, muni drjúpa inn í færeyskt samfélag. Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum sumarið 2014. ATLANTIC SUPPLY BASE/ELI LASSEN Færeyingar hafa mikla reynslu af þjónustu við olíuiðnaðinn við strendur Noregs og Bretlands. Fjöldi eyjaskeggja hefur sótt vinnu á olíuborpalla og færeyskar útgerðir hafa gert út flota sérhæfðra þjónustuskipa. Fyrir áratug sýndu hagtölur að þessi olíuútrás skilaði átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum Færeyja, að því er fram kom í þessari umfjöllun Stöðvar 2 árið 2013: Olíuleit við Færeyjar leiddi af sér talsverða starfsemi þar í landi og varð til þess að olíuþjónustumiðstöð byggðist upp í Rúnavík við Skálafjörð. Frá árinu 2001 hafa alls níu holur verið boraðar í lögsögu eyjanna, síðast árið 2014 þegar Statoil og ExxonMobil stóðu fyrir því að bora tvær holur. Þótt fundist hafi vottur af olíu hafa til þessa engar lindir fundist sem talið er svara kostnaði að vinna. Heima fyrir hafa færeysk fyrirtæki annast klössun olíuborpalla. Þannig sagði Vísir frá því árið 2014 þegar einn stærsti borpallur heims, West Hercules, gekkst undir viðamikla endurnýjun í Rúnavík eftir boranir við eyjarnar. Hátt í fimmhundruð manns tengdust því verki, sem var svo umsvifamikið að allt hótelrými á stóru svæði í kring var upptekið auk þess sem leigja þurfti sérstakt hótelskip undir mannskapinn. Mikil umsvif voru í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík sumarið 2014.ATLANTIC SUPPLY BASE/ELI LASSEN Þegar stefndi í olíuboranir á íslenska Drekasvæðinu buðust ráðamenn hafnarinnar í Rúnavík til að annast þjónustuna. Sögðu að þannig gætu menn sparað sér að byggja upp þjónustuhöfn á Íslandi, eins og fjallað var um í þessari frétt: Bresk stjórnvöld gáfu grænt ljós á uppbyggingu Rosebank-svæðisins síðastliðið haust. Í frétt Sky News var haft eftir ráðherra orkuöryggismála að meiri olíu- og gasframleiðsla myndi auka orkuöryggi og styrkja efnahag Bretlands. Landið þyrfti áfram olíu og gas á leið sinni að grænum orkuskiptum. Talsmenn umhverfisverndarsamtaka lýstu ákvörðuninni sem umhverfisskemmdarverki af hálfu Rishi Sunak og ríkisstjórnar hans, að því er fram kom í frétt The Guardian. Þingmaður Græningja kallaði hana siðferðilegan ruddaskap. Rosebank-svæðið er skammt frá lögsögumörkum Færeyja og Bretlands norðvestur af Hjaltlandseyjum. Sjá má móta fyrir syðsta hluta Færeyja efst til vinstri.Kort/Equinor Olían á Rosebank-svæðinu fannst árið 2004 en upphaflegir sérleyfishafar voru Texaco og Statoil ásamt tveimur smærri olíufélögum. Texaco-menn eru sagðir hafa nefnt svæðið Rosebank eftir skoskri vískítegund. Statoil, nú Equinor, keypti síðar hlut Texaco og á núna 80 prósent sérleyfisins en breska olíufélagið Ithaca á 20 prósent. Þess má geta að Ithaca var meðal sérleyfishafa á íslenska Drekasvæðinu og sendi þangað rannsóknarleiðangur sumarið 2016. Olíuleitarskip á vegum þess kom við á ytri höfninni í Reykjavík áður en haldið var á Drekann, eins og sagt var frá í þessari frétt Stöðvar 2: Rosebank er talið stærsta óunna olíusvæði Breta. Áætlað er að vinna megi ígildi 300 milljóna tunna olíu og gass á svæðinu. Equinor stefnir að því að dæla upp 70 þúsund tunnum af olíu á degi hverjum sem jafngildir átta prósentum af olíuþörf Bretlands. Aðstæður á Rosebank-svæðinu eru afar krefjandi og illviðri algeng með mikilli ölduhæð. Hafdýpið er um 1.100 metrar og þurfti að bora 2.800 metra niður í berggrunninn til að finna olíuna. Equinor hefur ákveðið að olíu- og gasvinnsluskipið Petrojarl Knarr annist vinnslu svæðisins.
Færeyjar Bensín og olía Bretland Noregur Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. 8. desember 2020 23:36 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. 9. apríl 2013 19:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. 8. desember 2020 23:36
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. 9. apríl 2013 19:00
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30