Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 11:56 Stjórnarmaður í RÚV vill meina að Lilja af úvistað málinu til Bjarna Vísir/Vilhelm Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. „Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“ Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“
Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira