Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld. vísir

Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulega löskuð, þannig að kalt er í húsum. Við sýnum frá upplýsingafundi almannavarna og ræðum við Grindvíking í beinni útsendingu.

Forstöðumaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði ákvörðunina, en Ísland er í hópi þeirra ríkja. Við förum yfir málið með sérfræðingi í beinni útsendingu.

Á Dýraspítalanum í Víðidal er nú boðið upp á geldingar- og ófrjósemisaðgerðir katta á kostakjörum. Átaki var hrundið af stað til að sporna gegn offjölgun. 

Þá forvitnumst við um finnsku forsetakosningarnar, heyrum tíðindi af sögufrægri marsþyrlu og heimsækjum hestatannlækni. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×