Góðar útboðsvenjur geta lækkað kostnað Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa 29. janúar 2024 15:00 Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun