Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2024 12:00 Það var líf og fjör á opnun samsýningarinnar D-vítamín í Hafnarhúsinu. SAMSETT Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín. Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin fimmtugasta sýningin og ákveðið var að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð. Í fréttatilkynningu segir: „Með hliðsjón af því sem er í deiglunni um þessar mundir má hér á sýningunni greina ýmsa sameiginlega þræði. Auk þrotlausrar tilraunamennsku með efni og miðla er listamönnum umhugað um að halda á lofti mennskunni í einhvers konar viðbragði við ört vaxandi einsleitni, sjálfvirkni, fjöldaframleiðslu og gervigreind. Verkin draga fram hið einstaklingsbundna, líkamann, sköpunargáfu, tilfinningagreind, handverk, frásagnarlist og arfleifð. Þessir þættir og fleiri endurspegla dýpt tilverunnar og margbreytileika einstaklinga í nútímasamfélagi. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Þar hefur listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu verið boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Samsýningin nú, D-vítamín, er unnin af sérfræðingum safnsins úr fjölda innsendra tillagna.“ Listamenn sýningarinnar eru Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson. Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir og Þorsteinn Freyr Fjölnisson. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af opnuninni: Hermigervill hélt uppi stuðinu.Róbert Reynisson Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt tölu. Róbert Reynisson Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson standa að samsýningunni en hér má sjá brot af hópnum.Róbert Reynisson Steinunn Vala Pálsdóttir, meðlimur Viibra Flutes. Hún kom að listaverki Þórðar Hans á sýningunni. Róbert Reynisson Sýningarstjórarnir Björk Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Fjölnisson, Aldís Snorradóttir og Becky Forsythe ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra. Róbert Reynisson Ólöf K. Sigurðardóttir ávarpar gesti sem voru á öllum aldri. Róbert Reynisson Salka Rósinkranz, Hákon Bragason og Björk Hrafnsdóttir. Róbert Reynisson Sólbjört Vera og Almar Atlason.Róbert Reynisson Gestir virða fyrir sér verk Kristínar Karólínu.Róbert Reynisson Þórður Hans fékk tónlistarkonurnar Steiney Sig, Sigrúnu Gyðu og Steinunni Völu Pálsdóttur til að vera hluti af listaverkinu. Róbert Reynisson Listamenn notast við alls kyns miðla á sýningunni. Róbert Reynisson Ellen Calmon og Heiða Björg Hilmisdóttir skemmtu sér vel í góðra vina hópi. Róbert Reynisson Elsa Jónsdóttir, Hlynur Helgi Hallgrímsson og Þórdís Hulda Árnadóttir.Róbert Reynisson Kasia og Alexandra.Róbert Reynisson Listakonan Halla Einarsdóttir lék listir sínar fyrir áhorfendur. l Sigrún Gyða er bæði með tónverk á sýningunni og syngur í verki Þórðar Hans.Róbert Reynisson Þessar voru ánægðar með sýninguna. Róbert Reynisson Mammút meðlimirnir og tónlistarkonurnar Alexandra Baldursdóttir og Katrína Mogensen ásamt listakonunni Kristínu Morthens í miðjunni.Róbert Reynisson Það var líf og fjör í Hafnarhúsinu. Róbert Reynisson Markús Þór Andrésson og Birta Guðjónsdóttir brostu breitt.Róbert Reynisson Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður, Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, Hörður Sveinsson, ljósmyndari og Vigdís dóttir hans.Róbert Reynisson Líf og fjör.Róbert Reynisson Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin fimmtugasta sýningin og ákveðið var að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð. Í fréttatilkynningu segir: „Með hliðsjón af því sem er í deiglunni um þessar mundir má hér á sýningunni greina ýmsa sameiginlega þræði. Auk þrotlausrar tilraunamennsku með efni og miðla er listamönnum umhugað um að halda á lofti mennskunni í einhvers konar viðbragði við ört vaxandi einsleitni, sjálfvirkni, fjöldaframleiðslu og gervigreind. Verkin draga fram hið einstaklingsbundna, líkamann, sköpunargáfu, tilfinningagreind, handverk, frásagnarlist og arfleifð. Þessir þættir og fleiri endurspegla dýpt tilverunnar og margbreytileika einstaklinga í nútímasamfélagi. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Þar hefur listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu verið boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Samsýningin nú, D-vítamín, er unnin af sérfræðingum safnsins úr fjölda innsendra tillagna.“ Listamenn sýningarinnar eru Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson. Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir og Þorsteinn Freyr Fjölnisson. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af opnuninni: Hermigervill hélt uppi stuðinu.Róbert Reynisson Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt tölu. Róbert Reynisson Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury, Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson standa að samsýningunni en hér má sjá brot af hópnum.Róbert Reynisson Steinunn Vala Pálsdóttir, meðlimur Viibra Flutes. Hún kom að listaverki Þórðar Hans á sýningunni. Róbert Reynisson Sýningarstjórarnir Björk Hrafnsdóttir, Þorsteinn Freyr Fjölnisson, Aldís Snorradóttir og Becky Forsythe ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra. Róbert Reynisson Ólöf K. Sigurðardóttir ávarpar gesti sem voru á öllum aldri. Róbert Reynisson Salka Rósinkranz, Hákon Bragason og Björk Hrafnsdóttir. Róbert Reynisson Sólbjört Vera og Almar Atlason.Róbert Reynisson Gestir virða fyrir sér verk Kristínar Karólínu.Róbert Reynisson Þórður Hans fékk tónlistarkonurnar Steiney Sig, Sigrúnu Gyðu og Steinunni Völu Pálsdóttur til að vera hluti af listaverkinu. Róbert Reynisson Listamenn notast við alls kyns miðla á sýningunni. Róbert Reynisson Ellen Calmon og Heiða Björg Hilmisdóttir skemmtu sér vel í góðra vina hópi. Róbert Reynisson Elsa Jónsdóttir, Hlynur Helgi Hallgrímsson og Þórdís Hulda Árnadóttir.Róbert Reynisson Kasia og Alexandra.Róbert Reynisson Listakonan Halla Einarsdóttir lék listir sínar fyrir áhorfendur. l Sigrún Gyða er bæði með tónverk á sýningunni og syngur í verki Þórðar Hans.Róbert Reynisson Þessar voru ánægðar með sýninguna. Róbert Reynisson Mammút meðlimirnir og tónlistarkonurnar Alexandra Baldursdóttir og Katrína Mogensen ásamt listakonunni Kristínu Morthens í miðjunni.Róbert Reynisson Það var líf og fjör í Hafnarhúsinu. Róbert Reynisson Markús Þór Andrésson og Birta Guðjónsdóttir brostu breitt.Róbert Reynisson Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður, Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, Hörður Sveinsson, ljósmyndari og Vigdís dóttir hans.Róbert Reynisson Líf og fjör.Róbert Reynisson
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira