Ertu ekki enn farin að vinna? Er vinnan eina leiðin til að meta virði einstaklinga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:00 Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun