Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2024 07:01 Snæbjörn Ingi Ingólfsson framkvæmdastjóri Itera, segir ráðningu erlendra sérfræðinga til að vinna erlendis frá líka góða leið til að manna í stöður sem vantar í. Launakostnaðurinn geti verið mun lægri og þessi leið geti því hraðað því ferli að vara komist á markað og skapi í kjölfarið útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Vísir/RAX „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. „Enda segjum við að okkar leið hraði það ferli að vörur komist á markað erlendis. Sem skiptir miklu máli fyrir útflutningstekjur þjóðarinnar.“ Leiðin sem Snæbjörn er að tala um felst í því að íslenskir aðilar leysi úr mannaflsmálum sínum með því að ráða erlenda sérfræðinga í verkefnin. Án þess að flytja þá heim. „Sem einfaldar mjög margt. Því þá þarf ekki að aðstoða fólk við heimilisfesti og annað slíkt,“ segir Snæbjörn. Fyrirséð er að íslensku Atvinnulífi mun vanta þúsundir erlendra sérfræðinga til starfa næstu árin. Nokkrir valkostir eru í stöðunni. Í dag og á morgun mun Atvinnulífið beina sjónum sínum að þeirri lausn að ráða sérfræðinga erlendis til að vinna verkefnin. Austur Evrópa sterk Snæbjörn er í forsvari fyrir norska fyrirtækið Itera, sem er skilgreint sem hugbúnaðarhús en þjónustar viðskiptavini sína meðal annars með því að manna stöður þegar það þarf. „Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri að það vanti sérfræðinga. Önnur lönd eru í nákvæmlega sömu stöðu.“ Itera var stofnað árið 1993 og er með skrifstofur í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, á Íslandi, í Slóvakíu, Póllandi, Úkraínu og Tékklandi . Hugbúnaðarsérfræðingar Itera starfa þó í tuttugu löndum, þar sem þó nokkur umsvif Itera felast í því að leysa úr mannaflsmálum. Sem Snæbjörn segir oft geta verið góðan valkost fyrir íslenska aðila. „Við erum þá að manna verkefni að hluta til eða í heild sinni. Segjum til dæmis að það vanti fleiri í eitthvað teymi til að vinna í einhverju verkefni. Sem þó er tímabundið. Þá erum við aðili sem finnum sérfræðinga til viðbótar við þá sérfræðinga sem fyrir eru,“ segir Snæbjörn. Að sögn Snæbjarnar, eru margir af erlendum hugbúnaðarsérfræðingum Itera starfsmenn frá Austur Evrópu. Snæbjörn segir skýringuna á þessu einfalda. Menntunar- og þekkingarlega séð eru Austur Evrópuþjóðirnar eins og Úkraína, Litháen og fleiri þjóðir mjög sterkar þegar kemur að hugbúnaði og tækni. Enda er stærðfræði búin að vera styrkleiki þessara þjóða í menntakerfinu í áratugi. Grunnurinn þeirra í faginu er því gífurlega sterkur.“ Fjöldi hugbúnaðarsérfræðinga í Austur Evrópu sé líka gífurlegur og því sé framboðið til staðar þar af sérfræðingum, ólíkt því sem við þekkjum hér. „Ef ég nefni Úkraínu sem dæmi, má benda á að þar starfa yfir 300.000 sérfræðingar sem veita þessa þjónustu.“ Kostnaðarliðurinn sé líka mikilvægur. „Við getum selt sérfræðing frá Austur Evrópu út á hálfvirði miðað við launakjörin hér eða í Danmörku, þó aðila með sömu þekkingu og jafnvel öflugri,“ nefnir Snæbjörn sem dæmi. Að spara í launum sé þó alls ekki það eina sem hægt er að horfa til. „Indland er til dæmis nokkuð sérhæft líka þegar kemur að hugbúnaðagerð og forritun og þar er launakostnaður jafnvel enn lægri. Hins vegar spila þá aðrir þættir inn í eins og tímamismunurinn, sem er þá orðinn mun meiri. Eins þarf að huga að mannauðs- og mannréttindamálum. Sem margar Asíuþjóðir eru ekki þekktar fyrir að virða.“ Þótt vissulega felist verðmæti í því að fá erlenda sérfræðinga til að flytja til landsins, bendir Snæbjörn á að það kalli líka á að innviðir séu til staðar. Þá bendir Snæbjörn á að til dæmis séu yfir 300.000 sérfræðingar í Úkraínu á sviði hugbúnaðar, en Austur Evrópuþjóðirnar eru einstaklega sterkar þegar kemur að tæknigeiranum.Vísir/RAX Lærum mikið af erlendum sérfræðingum Snæbjörn segir Itera vinna með fjölmörgum íslenskum aðilum sem nýta sér þá þjónustu að ráða erlenda sérfræðinga í tilfallandi verkefni. Þessi verkefni séu síðan af öllum stærðum og gerðum. Taki mislangan tíma, séu unnin ýmist með teymum á Íslandi eða sjálfstætt af þar tilbærum sérfræðingi erlendis. Um þessar mundir eru um 50-60 starfsmenn Itera að vinna erlendis frá fyrir íslenska aðila. Margir þeirra frá Úkraínu. Þar eru starfstöðvarnar tvær og segir Snæbjörn stríðið í Úkraínu blessunarlega ekki hafa áhrif á dagleg störf starfsfólks Itera þar. Það sé góð tilfinning að vita af því, enda svo áríðandi fyrir Úkraínu að skapa störf og halda sem flestu gangandi sem hægt er. „Í Covid fóru margir þar að vinna heiman frá sér í fjarvinnu. Eftir að stríðið braust út, hefur fólk hins vegar frekar verið að mæta á skrifstofuna okkar í Kief því þar gátum við fundið lausn á því að starfsfólk væri í öruggu netsambandi,“ segir Snæbjörn sem dæmi um breytingar sem hafa orðið hjá starfsfólki Itera í Úkraníu í heimsfaraldri og síðan stríði. En hvers konar aðilar eru að ráða erlenda sérfræðinga í verkefni hér? „Við vinnum með stærri og smærri fyrirtækjum og stofnunum. Við vinnum líka mikið með fyrirtækjum í nýsköpun. Enda getur það skipt sköpum fyrir sprota að þróa sínar lausnir á markað sem hraðast og það með sem lægsta tilkostnaði. Það felast líka mikil verðmæti í því með tilliti til útflutningstekna þjóðarinnar að starfskraftar starfsmanna á Íslandi fari í að reyna að koma lausnunum í sölu, þótt aðrir séu fengnir til að vinna í sjálfri hugbúnaðargerðinni. Lausnin sjálf er sú sem skapar tekjurnar.“ Þekkingarfærslan er líka fyrir hendi. „Segjum sem svo að banki ætli að endurskrifa heimabankann sinn og að áætlað sé að verkefnið taki tólf mánuði. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fá erlenda sérfræðinga með í slíkt verkefni. Bæði til að manna stöðurnar sem þarf en eins sjáum við oft ávinning af því að fá erlenda sérfræðinga til að starfa með þeim innlendu. Því betur sjá augu en auga.“ En hvað með menningarmun á milli þjóða? „Ég held að sá munur væri meiri ef maður væri að ráða sérfræðinga frá til dæmis Indlandi eða Pakistan. Austur Evrópa er ekki svo ólík okkur og tímamismunurinn á milli okkar vel viðráðanlegur. Ég tek líka eftir því að oft eru erlendu starfsmennirnir okkar löngu orðnir hluti af teymum þeirra vinnustaða sem þeir eru að vinna með. Taka þátt í pub quiz eða bjórkvöldum og fleira sem staðið er fyrir með starfsmönnum á netinu.“ Snæbjörn segir okkur Íslendingana líka geta lært heilmikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum. Sérfræðingarnir í Austur Evrópu eru ekki bara mjög öflugir þekkingar- og hæfnislega séð heldur má líka segja að þetta sé hópur fólks sem almennt er agaðari í vinnubrögðum en við þekkjum. Að vera með mjög hæft fólk í teymisvinnu erlendis frá, getur því stuðlað að því að íslenskir aðilar öðlast sjálfir meiri þekkingu en eins líka ýmsa aðra jákvæða eiginleika.“ Annað sem Snæbjörn segir líka skipta miklu máli fyrir íslenska aðila er yfirbyggingin. „Tækniþróunin er rosalega hröð og innan fárra ára verður ekkert íslenskt fyrirtæki sem ekki þarf einhverja aðkomu hugbúnaðarsérfræðinga. Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin mun einfaldlega kalla á að okkur mun alltaf vanta fleiri og fleiri aðila með þessa þekkingu. Með því að ráða erlenda sérfræðinga erlendis í verkefnin, eru aðilar að leysa úr verkefnum þegar þess þarf, án þess að yfirbyggingin í rekstrinum bólgni út.“ Að mati Snæbjörns er enginn aðili á Íslandi undanskilinn því að geta nýtt sér þessa þjónustu. Bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Auðvitað felast viss verðmæti í því að viðkomandi sérfræðingar flytji til Íslands með fjölskyldur sínar og störfin séu því staðsett á Íslandi. Innviðirnir þurfa þá líka að vera til staðar og svo framvegis. Hjá Itera erum við hins vegar fyrst og fremst að leita lausna á því hvernig hægt er að hraða því ferli að vörur komist á markað,“ segir Snæbjörn og bætir við. „Tökum sem dæmi sprotafyrirtæki sem hefur ekki bolmagn til að greiða þremur sérfræðingum laun á Íslandi. En hefur kannski bolmagn til að standa undir 1,5 stöðugildi. Þessi sproti getur fengið þrjá mjög hæfa erlenda sérfræðinga fyrir sama kostnað og þannig tryggt að lausnin sem verið er að þróa, komist sem fyrst í sölu á markaði. Þannig er unnið að því að hraða því ferli að lausnin skapi útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Sem á endanum er það virði sem verið er að falast eftir.“ Tækni Stjórnun Vinnumarkaður Fjarvinna Nýsköpun Efnahagsmál Tengdar fréttir Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Enda segjum við að okkar leið hraði það ferli að vörur komist á markað erlendis. Sem skiptir miklu máli fyrir útflutningstekjur þjóðarinnar.“ Leiðin sem Snæbjörn er að tala um felst í því að íslenskir aðilar leysi úr mannaflsmálum sínum með því að ráða erlenda sérfræðinga í verkefnin. Án þess að flytja þá heim. „Sem einfaldar mjög margt. Því þá þarf ekki að aðstoða fólk við heimilisfesti og annað slíkt,“ segir Snæbjörn. Fyrirséð er að íslensku Atvinnulífi mun vanta þúsundir erlendra sérfræðinga til starfa næstu árin. Nokkrir valkostir eru í stöðunni. Í dag og á morgun mun Atvinnulífið beina sjónum sínum að þeirri lausn að ráða sérfræðinga erlendis til að vinna verkefnin. Austur Evrópa sterk Snæbjörn er í forsvari fyrir norska fyrirtækið Itera, sem er skilgreint sem hugbúnaðarhús en þjónustar viðskiptavini sína meðal annars með því að manna stöður þegar það þarf. „Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri að það vanti sérfræðinga. Önnur lönd eru í nákvæmlega sömu stöðu.“ Itera var stofnað árið 1993 og er með skrifstofur í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, á Íslandi, í Slóvakíu, Póllandi, Úkraínu og Tékklandi . Hugbúnaðarsérfræðingar Itera starfa þó í tuttugu löndum, þar sem þó nokkur umsvif Itera felast í því að leysa úr mannaflsmálum. Sem Snæbjörn segir oft geta verið góðan valkost fyrir íslenska aðila. „Við erum þá að manna verkefni að hluta til eða í heild sinni. Segjum til dæmis að það vanti fleiri í eitthvað teymi til að vinna í einhverju verkefni. Sem þó er tímabundið. Þá erum við aðili sem finnum sérfræðinga til viðbótar við þá sérfræðinga sem fyrir eru,“ segir Snæbjörn. Að sögn Snæbjarnar, eru margir af erlendum hugbúnaðarsérfræðingum Itera starfsmenn frá Austur Evrópu. Snæbjörn segir skýringuna á þessu einfalda. Menntunar- og þekkingarlega séð eru Austur Evrópuþjóðirnar eins og Úkraína, Litháen og fleiri þjóðir mjög sterkar þegar kemur að hugbúnaði og tækni. Enda er stærðfræði búin að vera styrkleiki þessara þjóða í menntakerfinu í áratugi. Grunnurinn þeirra í faginu er því gífurlega sterkur.“ Fjöldi hugbúnaðarsérfræðinga í Austur Evrópu sé líka gífurlegur og því sé framboðið til staðar þar af sérfræðingum, ólíkt því sem við þekkjum hér. „Ef ég nefni Úkraínu sem dæmi, má benda á að þar starfa yfir 300.000 sérfræðingar sem veita þessa þjónustu.“ Kostnaðarliðurinn sé líka mikilvægur. „Við getum selt sérfræðing frá Austur Evrópu út á hálfvirði miðað við launakjörin hér eða í Danmörku, þó aðila með sömu þekkingu og jafnvel öflugri,“ nefnir Snæbjörn sem dæmi. Að spara í launum sé þó alls ekki það eina sem hægt er að horfa til. „Indland er til dæmis nokkuð sérhæft líka þegar kemur að hugbúnaðagerð og forritun og þar er launakostnaður jafnvel enn lægri. Hins vegar spila þá aðrir þættir inn í eins og tímamismunurinn, sem er þá orðinn mun meiri. Eins þarf að huga að mannauðs- og mannréttindamálum. Sem margar Asíuþjóðir eru ekki þekktar fyrir að virða.“ Þótt vissulega felist verðmæti í því að fá erlenda sérfræðinga til að flytja til landsins, bendir Snæbjörn á að það kalli líka á að innviðir séu til staðar. Þá bendir Snæbjörn á að til dæmis séu yfir 300.000 sérfræðingar í Úkraínu á sviði hugbúnaðar, en Austur Evrópuþjóðirnar eru einstaklega sterkar þegar kemur að tæknigeiranum.Vísir/RAX Lærum mikið af erlendum sérfræðingum Snæbjörn segir Itera vinna með fjölmörgum íslenskum aðilum sem nýta sér þá þjónustu að ráða erlenda sérfræðinga í tilfallandi verkefni. Þessi verkefni séu síðan af öllum stærðum og gerðum. Taki mislangan tíma, séu unnin ýmist með teymum á Íslandi eða sjálfstætt af þar tilbærum sérfræðingi erlendis. Um þessar mundir eru um 50-60 starfsmenn Itera að vinna erlendis frá fyrir íslenska aðila. Margir þeirra frá Úkraínu. Þar eru starfstöðvarnar tvær og segir Snæbjörn stríðið í Úkraínu blessunarlega ekki hafa áhrif á dagleg störf starfsfólks Itera þar. Það sé góð tilfinning að vita af því, enda svo áríðandi fyrir Úkraínu að skapa störf og halda sem flestu gangandi sem hægt er. „Í Covid fóru margir þar að vinna heiman frá sér í fjarvinnu. Eftir að stríðið braust út, hefur fólk hins vegar frekar verið að mæta á skrifstofuna okkar í Kief því þar gátum við fundið lausn á því að starfsfólk væri í öruggu netsambandi,“ segir Snæbjörn sem dæmi um breytingar sem hafa orðið hjá starfsfólki Itera í Úkraníu í heimsfaraldri og síðan stríði. En hvers konar aðilar eru að ráða erlenda sérfræðinga í verkefni hér? „Við vinnum með stærri og smærri fyrirtækjum og stofnunum. Við vinnum líka mikið með fyrirtækjum í nýsköpun. Enda getur það skipt sköpum fyrir sprota að þróa sínar lausnir á markað sem hraðast og það með sem lægsta tilkostnaði. Það felast líka mikil verðmæti í því með tilliti til útflutningstekna þjóðarinnar að starfskraftar starfsmanna á Íslandi fari í að reyna að koma lausnunum í sölu, þótt aðrir séu fengnir til að vinna í sjálfri hugbúnaðargerðinni. Lausnin sjálf er sú sem skapar tekjurnar.“ Þekkingarfærslan er líka fyrir hendi. „Segjum sem svo að banki ætli að endurskrifa heimabankann sinn og að áætlað sé að verkefnið taki tólf mánuði. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fá erlenda sérfræðinga með í slíkt verkefni. Bæði til að manna stöðurnar sem þarf en eins sjáum við oft ávinning af því að fá erlenda sérfræðinga til að starfa með þeim innlendu. Því betur sjá augu en auga.“ En hvað með menningarmun á milli þjóða? „Ég held að sá munur væri meiri ef maður væri að ráða sérfræðinga frá til dæmis Indlandi eða Pakistan. Austur Evrópa er ekki svo ólík okkur og tímamismunurinn á milli okkar vel viðráðanlegur. Ég tek líka eftir því að oft eru erlendu starfsmennirnir okkar löngu orðnir hluti af teymum þeirra vinnustaða sem þeir eru að vinna með. Taka þátt í pub quiz eða bjórkvöldum og fleira sem staðið er fyrir með starfsmönnum á netinu.“ Snæbjörn segir okkur Íslendingana líka geta lært heilmikið af því að vinna með erlendum sérfræðingum. Sérfræðingarnir í Austur Evrópu eru ekki bara mjög öflugir þekkingar- og hæfnislega séð heldur má líka segja að þetta sé hópur fólks sem almennt er agaðari í vinnubrögðum en við þekkjum. Að vera með mjög hæft fólk í teymisvinnu erlendis frá, getur því stuðlað að því að íslenskir aðilar öðlast sjálfir meiri þekkingu en eins líka ýmsa aðra jákvæða eiginleika.“ Annað sem Snæbjörn segir líka skipta miklu máli fyrir íslenska aðila er yfirbyggingin. „Tækniþróunin er rosalega hröð og innan fárra ára verður ekkert íslenskt fyrirtæki sem ekki þarf einhverja aðkomu hugbúnaðarsérfræðinga. Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin mun einfaldlega kalla á að okkur mun alltaf vanta fleiri og fleiri aðila með þessa þekkingu. Með því að ráða erlenda sérfræðinga erlendis í verkefnin, eru aðilar að leysa úr verkefnum þegar þess þarf, án þess að yfirbyggingin í rekstrinum bólgni út.“ Að mati Snæbjörns er enginn aðili á Íslandi undanskilinn því að geta nýtt sér þessa þjónustu. Bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. „Auðvitað felast viss verðmæti í því að viðkomandi sérfræðingar flytji til Íslands með fjölskyldur sínar og störfin séu því staðsett á Íslandi. Innviðirnir þurfa þá líka að vera til staðar og svo framvegis. Hjá Itera erum við hins vegar fyrst og fremst að leita lausna á því hvernig hægt er að hraða því ferli að vörur komist á markað,“ segir Snæbjörn og bætir við. „Tökum sem dæmi sprotafyrirtæki sem hefur ekki bolmagn til að greiða þremur sérfræðingum laun á Íslandi. En hefur kannski bolmagn til að standa undir 1,5 stöðugildi. Þessi sproti getur fengið þrjá mjög hæfa erlenda sérfræðinga fyrir sama kostnað og þannig tryggt að lausnin sem verið er að þróa, komist sem fyrst í sölu á markaði. Þannig er unnið að því að hraða því ferli að lausnin skapi útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Sem á endanum er það virði sem verið er að falast eftir.“
Tækni Stjórnun Vinnumarkaður Fjarvinna Nýsköpun Efnahagsmál Tengdar fréttir Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00
Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01
Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01