„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 17:21 Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. „Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
„Skjálftafræðingar myndu sennilega kalla þetta ósköp venjulega jarðskjálfta,“ segir Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði, spurður út í skjálfthrinuna um helgina. Sjálfur telji hann virknina hinsvegar vera hluta af því sem sé að gerast á Reykjanesskaganum. „Hann er komin í gang. Hinar ýmsu gosreinar taka við sér á mismunandi tímum. Við getum hugsað þetta þannig að Brennisteinssreinin sé farin að hugsa sér til hreyfings.“ Hvenær gæti farið að draga til tíðinda sé þó ómögulegt að segja til um. Hún lætur kannski á sér kræla innan fimmtíu ára. Þorvaldur var gestur í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Skíðasvæði og virkjanir í hættu Fari að gjósa á þessu svæði telur Þorvaldur hraun líklegast leita til norðurs, í áttina að Þjóðvegi 1. Sennilega yrðu um tíu til fimmtán kílómetrar í næstu innviði, fyrir utan skíðasvæði Bláfjalla, sem væri í mikilli hættu á að verða undir hrauni. Þá gæti Hellisheiðarvirkjun verið í hættu. „Leiðslan liggur þarna rétt fyrir ofan og spurning hvað skjálftarnir og hreyfingar á sprungum ná langt norðureftir, það á eftir að koma í ljós. Svo er náttúrulega Hengillinn líka virkt eldstöðvarkerfi. Ef það gerist þá má búast við að það stafi einhver ógn af slíku, bæði fyrir Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun.“ Telur að um eitt stórt kerfi sé að ræða Sérfræðingar vilja að sögn Þorvaldar margir hverjir skipta eldfjallakerfunum upp í nokkur kerfi, sumir í þrjú, sumir í fjögur eða fimm, jafnvel sex eða sjö. Sjálfur telur hann að um eitt stórt kerfi sé að ræða. „Ef við horfum á kvikuna sem hefur komið upp á Reykjanesskaga í gegnum tíðina og efnasamsetninguna á henni, þá er hún að stofninum til alveg sú sama. Það er eins og hún hafi öll komið úr sama geymsluhólfinu. Og ef það er rétt, þá er þetta ansi stórt geymsluhólf þarna undir.“ Af þessum sökum telur Þorvaldur mikilvægt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Ekki byggja varnargarða um Reykjanesskagann þveran og endilangann, heldur fara í að átta sig á hverskonar atburði við getum fengið. Hver eru verstu tilfellin, hvaða áhrif geta þau haft á okkar innviði og jafnvel bústaði. Hvernig getum við brugðist við þannig að við drögum úr áhrifum þessara atburða, ef þeir verða.“ Þetta krefst þess að við hugsum fram í tímann. Gerum áhættumat vel og fljótt, svo hægt sé að nota það.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira