Heimsmeistarinn varar Luke Littler við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:01 Luke Littler æfði sig ekkert vikurnar eftir HM en kom samt til baka í miklu stuði þegar hann vann mótið í Barein. Getty/Tom Dulat Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira