Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að áfram verði fylgst með stöðunni. Á vef Vegagerðarinnar segir að snjóþekja og éljagangur sé í Súðavíkurhlíð.
Þar segir jafnframt að þungfært sé á Klettshálsi. Hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum öðrum leiðum. Unnið sé við mokstur í Ísafjarðardjúpi.
Þæfingsfærð og éljagangur eða snjókoma er á Ennisháls og norður í Árneshrepp. Lokað er á Dynjandisheiði.