Sparar sér að boða til kosninga strax Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 15:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira