Sagður vilja reka Járnherforingjann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 18:21 Salúsjní og Selenskí takast í hendur. Myndin var tekin síðasta sumar en mikil spenna er sögð hafa ríkt milli mannanna undanfarna mánuði. Getty/Alecey Furman Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34