Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2024 08:30 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði, segir að meta þurfi hverju sinni hvaða áhættu sé ásættanlegt að taka. Hann segir óafsakanlegt að maðurinn sem féll í sprungu í Grindavík 10. janúar hafi verið einn að störfum. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. Í viðtali við Heimildina sagði Þorvaldur meðal annars að ítarleg rannsókn hefði þurft að fara fram á sprungum í Grindavík áður en hafist var handa við að fylla í þær. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur að betur hefði farið á því ef metið hefði verið hvaða sprungur væri nauðsynlegt að fylla í, og hvaða sprungur hefðu mátt bíða. „Ég skil alveg að menn vilji koma ákveðnum leiðum í gang, svo hægt sé að fara um bæinn án þess að hafa of miklar áhyggjur og annað. Menn fara þá bara varlega í það, skoða málið og leysa það. En svæðin þar fyrir utan eru náttúrulega óþörf, þar til þetta er búið,“ segir Þorvaldur. Áherslu hefði átt að leggja á að fylla í sprungur sem annars hefðu aftrað ferðum og aðgerðum lögreglu, björgunarsveita og annarra sem þurfa að starfa á svæðinu. „En svæði sem eru fyrir utan það, af hverju erum við að hugsa um þau núna?“ Óafsakanlegt Þorvaldur segist telja að menn hafi farið of geyst í ónauðsynlegar aðgerðir í Grindavík. „Án þess að hugsa út í þær hættur sem þarna leynast, með þeim afleiðingum sem síðan urðu,“ segir Þorvaldur. Þar er hann að vísa til þegar Lúðvík Pétursson, sem var að störfum við að fylla í sprungu í Grindavík þann 10. janúar, féll ofan í sprunguna. Leit að Lúðvík var hætt að kvöldi 12. janúar. Fjölskylda hans hefur nú farið fram á rannsókn óháðra aðila á aðdraganda atviksins og aðstæðum á vettvangi. Þorvaldur segir að draga verði lærdóm af málinu. „Við þurfum að læra að vinna þessa hluti rétt, við erum ekki alltaf að vinna þá alveg hundrað prósent. Að maður skuli vera einn að vinna við sprungu á svæði sem er í gliðnun, þar sem sprungur eru að myndast, það er ekki afsakanlegt.“ Og ekki hægt að kalla þetta slys, því miður. Sprungur sem geta gleypt bíl leynist undir yfirborðinu Þorvaldur segir að engum ætti að dyljast að í Grindavík sé hættulegt að vera. „Sumar af þessum sprungum eru mjög djúpar. Við vissum það fyrir þennan atburð, það voru til mælingar, sem sýndu að þessar sprungur væru meira en 20 metra djúpar. Sumar þeirra voru það víðar, þó þær sýndu það ekki á yfirborði, að þær gátu gleypt bíl.“ Þorvaldur tekur dæmi til samanburðar og segir að ef um sams konar aðstæður væri að ræða uppi á jökli, þá myndi hann sjálfur ekki keyra þar um. „Þeir sem færu þar um væru í línu, og gæta fyllsta öryggis, eins og þeir mögulega gætu. Við færum sennilega ekki inn á svæðið nema það væri algjör nauðsyn. Þannig að mér finnst, án þess að ég vilji vera með dóma um hlutina, kannski dálítið óvarlega farið.“ Niðurstaðan af því er að við misstum mannslíf. Við misstum manneskju sem við þurftum ekki að missa. Þorvaldur segist ekki geta svarað fyrir það hvort þeir sem stýrt hafa aðgerðum í Grindavík hafi áttað sig á hættunni. „Þeir verða að svara því, og hvaða fyrirbyggjandi aðgerðum þeir stóðu fyrir. En þegar maður er inni á svona svæði, og ég hef nú pínulitla reynslu af því að vera inni á hættusvæði, þá eru ákveðnar viðbragðsaðgerðir sem þú ferð í og setur upp til þess að reyna að draga úr hættunni sem stafar af því að vera inni á svona svæði.“ Náttúran getur alltaf komið á óvart Þrátt fyrir að fyllsta öryggis sé gætt verði að hafa í huga að stundum geri áhættan ekki boð á undan sér. Hann rifjar upp þegar hann var við vinnu í eldgosaviðbragði á Nýja-Sjálandi á árunum 1995 til 1996. „Það var talið mikilvægt að geta náð í sýni uppi á eldfjallinu til þess að geta metið stöðuna . Við völdum ákveðinn tíma til þess, þyrla fór með okkur upp og ákveðið að við tækjum ákveðið svif yfir gígsléttuna sem var norðan við virkan gíg. Við áætluðum að við þyrftum svona tvo tíma í það, við fórum niður og grófum á meðan menn voru á skjálftavakt að fylgjast með hvað var að gerast. Þannig að ef eitthvað gerðist myndi þyrlan koma að sækja okkur. Við töldum okkur vera búin að grípa til þeirra aðgerða sem þurfti til að bregðast við einhverju óvæntu. En svo gaus eldfjallið án nokkurrar viðvörunar, þegar við vorum að taka sýni úr síðustu holunni. Ég stóð þarna á gígbarminum og um kílómetra frá mér sá ég gosmökkinn rísa upp, og hann varð alltaf stærri og stærri. Þá var ekkert að gera nema hlaupa niður fjallið.“ Þetta sé til marks um að fyllstu varúðarráðstafanir dugi ekki alltaf til að skáka náttúrunni, sem geti alltaf komið á óvart. „Það er alveg hugsanlegt að eitthvað svona hafi gerst í Grindavík. En það er samt ekki afsakanlegt að maðurinn hafi verið einn við þessi störf. Það finnst mér vera mjög slæmt fordæmi. Við megum ekki láta svona hluti gerast.“ Hvað er ásættanleg áhætta? Þorvaldur segir að í aðgerðum eins og þeim sem staðið hafa yfir í Grindavík verði alltaf að fara fram ákveðið mat. „Hvað er í raun og veru ásættanleg áhætta? Það er matsatriði hvers og eins. Stundum ákveðum við að það sé ásættanleg áhætta að gera eitthvað því það getur bjargað mannslífum og annað, en ef það klikkar þá getur þú kannski tapað þínu eigin lífi. En við tökum áhættuna samt,“ segir Þorvaldur. Suma áhættu sé hægt að sætta sig við, og ekkert eitt svar sé í þessum efnum. „En við getum samt gert betur. Það er punkturinn. Við skulum ekki vera að taka óþarfa áhættu,“ segir Þorvaldur. Það hafi áhættan sem tekin var í Grindavík verið. „Hann var að vinna í sprungu inni á lóð. Af hverju erum við að fylla í sprungu inni á lóð? Var einhver að fara að flytja í húsið? Við verðum að spyrja okkur þessara spurninga og vera heiðarleg gagnvart þessu, vegna þess að við erum ekkert búin með þessa atburði.“ Eins geti komið upp önnur náttúruvá en sú sem nú steðjar að Grindavík. „Þá þurfum við að hafa lært af reynslunni og vonandi getum við þá tekið réttar ákvarðanir þegar þar að kemur. Mikill hluti af þessu er reynsla. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, hvernig á að bregðast við þessum hlutum. Ég hef komið að svona hlutum síðan 1992, og maður lærir af öllum þessum hlutum og dregur þann lærdóm af þessu öllu saman. Vonandi skilar það einhverju góðu og jákvæðu.“ Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Vinnueftirlitið rannsakar nú vinnuslysið í Grindavík, þar sem maður féll ofan í sprungu. Hefur eftirlitið óskað eftir lögregluskýrslu um málið. 29. janúar 2024 06:51 Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. 26. janúar 2024 06:57 Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Í viðtali við Heimildina sagði Þorvaldur meðal annars að ítarleg rannsókn hefði þurft að fara fram á sprungum í Grindavík áður en hafist var handa við að fylla í þær. Í samtali við Vísi segir Þorvaldur að betur hefði farið á því ef metið hefði verið hvaða sprungur væri nauðsynlegt að fylla í, og hvaða sprungur hefðu mátt bíða. „Ég skil alveg að menn vilji koma ákveðnum leiðum í gang, svo hægt sé að fara um bæinn án þess að hafa of miklar áhyggjur og annað. Menn fara þá bara varlega í það, skoða málið og leysa það. En svæðin þar fyrir utan eru náttúrulega óþörf, þar til þetta er búið,“ segir Þorvaldur. Áherslu hefði átt að leggja á að fylla í sprungur sem annars hefðu aftrað ferðum og aðgerðum lögreglu, björgunarsveita og annarra sem þurfa að starfa á svæðinu. „En svæði sem eru fyrir utan það, af hverju erum við að hugsa um þau núna?“ Óafsakanlegt Þorvaldur segist telja að menn hafi farið of geyst í ónauðsynlegar aðgerðir í Grindavík. „Án þess að hugsa út í þær hættur sem þarna leynast, með þeim afleiðingum sem síðan urðu,“ segir Þorvaldur. Þar er hann að vísa til þegar Lúðvík Pétursson, sem var að störfum við að fylla í sprungu í Grindavík þann 10. janúar, féll ofan í sprunguna. Leit að Lúðvík var hætt að kvöldi 12. janúar. Fjölskylda hans hefur nú farið fram á rannsókn óháðra aðila á aðdraganda atviksins og aðstæðum á vettvangi. Þorvaldur segir að draga verði lærdóm af málinu. „Við þurfum að læra að vinna þessa hluti rétt, við erum ekki alltaf að vinna þá alveg hundrað prósent. Að maður skuli vera einn að vinna við sprungu á svæði sem er í gliðnun, þar sem sprungur eru að myndast, það er ekki afsakanlegt.“ Og ekki hægt að kalla þetta slys, því miður. Sprungur sem geta gleypt bíl leynist undir yfirborðinu Þorvaldur segir að engum ætti að dyljast að í Grindavík sé hættulegt að vera. „Sumar af þessum sprungum eru mjög djúpar. Við vissum það fyrir þennan atburð, það voru til mælingar, sem sýndu að þessar sprungur væru meira en 20 metra djúpar. Sumar þeirra voru það víðar, þó þær sýndu það ekki á yfirborði, að þær gátu gleypt bíl.“ Þorvaldur tekur dæmi til samanburðar og segir að ef um sams konar aðstæður væri að ræða uppi á jökli, þá myndi hann sjálfur ekki keyra þar um. „Þeir sem færu þar um væru í línu, og gæta fyllsta öryggis, eins og þeir mögulega gætu. Við færum sennilega ekki inn á svæðið nema það væri algjör nauðsyn. Þannig að mér finnst, án þess að ég vilji vera með dóma um hlutina, kannski dálítið óvarlega farið.“ Niðurstaðan af því er að við misstum mannslíf. Við misstum manneskju sem við þurftum ekki að missa. Þorvaldur segist ekki geta svarað fyrir það hvort þeir sem stýrt hafa aðgerðum í Grindavík hafi áttað sig á hættunni. „Þeir verða að svara því, og hvaða fyrirbyggjandi aðgerðum þeir stóðu fyrir. En þegar maður er inni á svona svæði, og ég hef nú pínulitla reynslu af því að vera inni á hættusvæði, þá eru ákveðnar viðbragðsaðgerðir sem þú ferð í og setur upp til þess að reyna að draga úr hættunni sem stafar af því að vera inni á svona svæði.“ Náttúran getur alltaf komið á óvart Þrátt fyrir að fyllsta öryggis sé gætt verði að hafa í huga að stundum geri áhættan ekki boð á undan sér. Hann rifjar upp þegar hann var við vinnu í eldgosaviðbragði á Nýja-Sjálandi á árunum 1995 til 1996. „Það var talið mikilvægt að geta náð í sýni uppi á eldfjallinu til þess að geta metið stöðuna . Við völdum ákveðinn tíma til þess, þyrla fór með okkur upp og ákveðið að við tækjum ákveðið svif yfir gígsléttuna sem var norðan við virkan gíg. Við áætluðum að við þyrftum svona tvo tíma í það, við fórum niður og grófum á meðan menn voru á skjálftavakt að fylgjast með hvað var að gerast. Þannig að ef eitthvað gerðist myndi þyrlan koma að sækja okkur. Við töldum okkur vera búin að grípa til þeirra aðgerða sem þurfti til að bregðast við einhverju óvæntu. En svo gaus eldfjallið án nokkurrar viðvörunar, þegar við vorum að taka sýni úr síðustu holunni. Ég stóð þarna á gígbarminum og um kílómetra frá mér sá ég gosmökkinn rísa upp, og hann varð alltaf stærri og stærri. Þá var ekkert að gera nema hlaupa niður fjallið.“ Þetta sé til marks um að fyllstu varúðarráðstafanir dugi ekki alltaf til að skáka náttúrunni, sem geti alltaf komið á óvart. „Það er alveg hugsanlegt að eitthvað svona hafi gerst í Grindavík. En það er samt ekki afsakanlegt að maðurinn hafi verið einn við þessi störf. Það finnst mér vera mjög slæmt fordæmi. Við megum ekki láta svona hluti gerast.“ Hvað er ásættanleg áhætta? Þorvaldur segir að í aðgerðum eins og þeim sem staðið hafa yfir í Grindavík verði alltaf að fara fram ákveðið mat. „Hvað er í raun og veru ásættanleg áhætta? Það er matsatriði hvers og eins. Stundum ákveðum við að það sé ásættanleg áhætta að gera eitthvað því það getur bjargað mannslífum og annað, en ef það klikkar þá getur þú kannski tapað þínu eigin lífi. En við tökum áhættuna samt,“ segir Þorvaldur. Suma áhættu sé hægt að sætta sig við, og ekkert eitt svar sé í þessum efnum. „En við getum samt gert betur. Það er punkturinn. Við skulum ekki vera að taka óþarfa áhættu,“ segir Þorvaldur. Það hafi áhættan sem tekin var í Grindavík verið. „Hann var að vinna í sprungu inni á lóð. Af hverju erum við að fylla í sprungu inni á lóð? Var einhver að fara að flytja í húsið? Við verðum að spyrja okkur þessara spurninga og vera heiðarleg gagnvart þessu, vegna þess að við erum ekkert búin með þessa atburði.“ Eins geti komið upp önnur náttúruvá en sú sem nú steðjar að Grindavík. „Þá þurfum við að hafa lært af reynslunni og vonandi getum við þá tekið réttar ákvarðanir þegar þar að kemur. Mikill hluti af þessu er reynsla. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, hvernig á að bregðast við þessum hlutum. Ég hef komið að svona hlutum síðan 1992, og maður lærir af öllum þessum hlutum og dregur þann lærdóm af þessu öllu saman. Vonandi skilar það einhverju góðu og jákvæðu.“
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Vinnueftirlitið rannsakar nú vinnuslysið í Grindavík, þar sem maður féll ofan í sprungu. Hefur eftirlitið óskað eftir lögregluskýrslu um málið. 29. janúar 2024 06:51 Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. 26. janúar 2024 06:57 Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Vinnueftirlitið rannsakar slysið í Grindavík og vill lögregluskýrslu Vinnueftirlitið rannsakar nú vinnuslysið í Grindavík, þar sem maður féll ofan í sprungu. Hefur eftirlitið óskað eftir lögregluskýrslu um málið. 29. janúar 2024 06:51
Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. 26. janúar 2024 06:57
Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08