Allt hrundi hjá Guðrúnu og Rosengård í seinni hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Getty/Gualter Fatia Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu sætta sig við stórt tap gegn Frankfurt í Meistaradeildinni knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti