Innlent

Vega­gerðin varar við flughálku

Árni Sæberg skrifar
Hálka verður víða á landinu í dag.
Hálka verður víða á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi.

Í fréttatilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að í dag verði smám saman væg leysing og við þær aðstæður verði flughált á sumum vegum, ekkí síst á Suður- og Vesturlandi.

Þá séu sviptingar í veðrinu og í fyrramálið megi gera ráð fyrir hvassri suðvestanátt og hríðarveðri á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Öxnadalsheiði. Það standi fram á annað kvöld, ef ekki lengur.

Veðustofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×