Enski boltinn

Rúnar Alex aftur í Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið einn deildarleik fyrir Arsenal, gegn Wolves í febrúar 2021 þegar hann kom inn á sem varamaður.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið einn deildarleik fyrir Arsenal, gegn Wolves í febrúar 2021 þegar hann kom inn á sem varamaður. Getty/David Price

Enska blaðið Daily Telegraph greinir frá því að landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson yfirgefi Cardiff og fari aftur til Arsenal, eftir að hafa verið að láni hjá velska félaginu.

Mike McGrath, blaðamaður Telegraph, segir á Twitter að framtíð Rúnars Alex sé í óvissu en hann víki frá Cardiff vegna komu hins 28 ára gamla Ethan Horvath frá Nottingham Forest.

Rúnar Alex, sem einnig er 28 ára, hefur verið samningsbundinn Arsenal frá því að enska stórveldið keypti hann frá Dijon í Frakklandi sumarið 2020. Hann skrifaði þá undir samning til fjögurra ára, sem rennur því út í sumar.

Frá Arsenal hefur Rúnar Alex farið að láni til OH Leuven í Belgíu, Alanyaspor í Tyrklandi og nú síðast Cardiff en hann lék aðeins sex leiki í ensku B-deildinni fyrir liðið og var 18 sinnum á bekknum. Til stóð að hann yrði að láni hjá Cardiff út tímabilið.

Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu deildum Evrópu og mögulegt að Rúnar Alex verði orðinn leikmaður nýs félags í lok dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×