Innlent

Engum hleypt inn í Grinda­vík næstu tvo daga

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gul veðurviðvörun tekur gildi í kvöld sem hefur áhrif á fyrirhugaða verðmætabjörgun í Grindavík.
Gul veðurviðvörun tekur gildi í kvöld sem hefur áhrif á fyrirhugaða verðmætabjörgun í Grindavík. Vísir/Arnar

Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Engum verður hleypt inn í Grindavík á morgun föstudag 2. febrúar né laugardaginn 3. febrúar.

„Eins og áður hefur komið fram þá er alltaf unnið út frá öryggi og velferð Grindvíkinga,“ segir í tilkynningunni.

„Veðrið hafði áhrif á vitjun eigna í gær sem þýddi að skipulagið færðist um einn dag. Að þessu sinni færist skipulagið aftur um tvo daga. Þau sem þegar hafa óskað eftir aðgengi í gegnum island.is þurfa ekki að senda aftur umsókn.“

Haldið áfram með fyrirhugað skipulag á sunnudag

Á sunnudaginn verður haldið áfram með fyrirhugað skipulag þar sem spáin er skárri. Hér er hægt að sjá uppfært skipulag. 

Formaður bæjarráðs Grindavíkur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skipulag verðmætabjörgunar væri ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×