Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 19:00 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi vestan hafs vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í mannskæðum átökum þeirra gegn Hamas. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Í tilskipuninni frá Hvíta húsinu segir að landtökumennirnir fjórir hafi beitt Palestínumenn ofbeldi og hótunum og þar að auki reynt að ræna eða eyðileggja eygur þeirra. Yfirvöld á Vesturbakkanum og mannréttindasamtök segja landtökumenn hafa banað Palestínumönnum, kveikt í bílum og gert árásir á nokkur fámenn samfélög Bedúína og rekið þá frá heimaslóðum sínum. Í tilskipuninni er haft eftir Biden að landtaka Ísraela komi niður á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og mögulegri tveggja ríkja lausn sem ætlað sé að tryggja jöfn réttindi Ísraela og Palestínumanna til öryggis og frelsis. Landtakan grafi einnig undan öryggi í Ísrael og geti leitt til umfangsmeiri átökum í Mið-Austurlöndum, sem gætu skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar í Hvíta húsinu segja að verið sé að íhuga að beita fleiri landtökumenn refsiaðgerðum. Tilskipunin á ekki að vera notuð gegn bandarískum ríkisborgurum en margir landtökumenn á Vesturbakkanum eru bæði ríkisborgarar Bandaríkjanna og Ísrael. Refsiaðgerðirnar fela í sér að hægt sé að refsa þessu fólki fyrir að eiga í viðskiptum við þá sem hafa verið beittir þeim. Ætla ekki að refsa ráðherrum Biden hefur verið undir töluverðum þrýstingi vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í hernaði þeirra á Gasaströndinni. AP segir hann þó hafa þrýst á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni. Hann hefur einnig gagnrýnt landtöku á Vesturbakkanum opinberlega og líkt henni við að hella olíu á þá fjölmörgu elda sem loga víða um Mið-Austurlönd. Heimildarmenn AP segja að ekki standi til að refsa öfgafullum ráðherrum í Ísrael sem hafa ýtt undir og jafnvel hvatt til landtöku og ofbeldis á Vesturbakkanum. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58 Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Í tilskipuninni frá Hvíta húsinu segir að landtökumennirnir fjórir hafi beitt Palestínumenn ofbeldi og hótunum og þar að auki reynt að ræna eða eyðileggja eygur þeirra. Yfirvöld á Vesturbakkanum og mannréttindasamtök segja landtökumenn hafa banað Palestínumönnum, kveikt í bílum og gert árásir á nokkur fámenn samfélög Bedúína og rekið þá frá heimaslóðum sínum. Í tilskipuninni er haft eftir Biden að landtaka Ísraela komi niður á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og mögulegri tveggja ríkja lausn sem ætlað sé að tryggja jöfn réttindi Ísraela og Palestínumanna til öryggis og frelsis. Landtakan grafi einnig undan öryggi í Ísrael og geti leitt til umfangsmeiri átökum í Mið-Austurlöndum, sem gætu skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar í Hvíta húsinu segja að verið sé að íhuga að beita fleiri landtökumenn refsiaðgerðum. Tilskipunin á ekki að vera notuð gegn bandarískum ríkisborgurum en margir landtökumenn á Vesturbakkanum eru bæði ríkisborgarar Bandaríkjanna og Ísrael. Refsiaðgerðirnar fela í sér að hægt sé að refsa þessu fólki fyrir að eiga í viðskiptum við þá sem hafa verið beittir þeim. Ætla ekki að refsa ráðherrum Biden hefur verið undir töluverðum þrýstingi vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í hernaði þeirra á Gasaströndinni. AP segir hann þó hafa þrýst á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni. Hann hefur einnig gagnrýnt landtöku á Vesturbakkanum opinberlega og líkt henni við að hella olíu á þá fjölmörgu elda sem loga víða um Mið-Austurlönd. Heimildarmenn AP segja að ekki standi til að refsa öfgafullum ráðherrum í Ísrael sem hafa ýtt undir og jafnvel hvatt til landtöku og ofbeldis á Vesturbakkanum.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58 Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31
Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20
Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58
Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49
UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59