Hver ber kostnaðinn af því að viðhalda læknastéttinni? Þórdís Dröfn, Sveinn Karlsson og Arna Bjarnadóttir skrifa 2. febrúar 2024 11:01 Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi. Samband íslenskra námsmanna erlendis fær reglulega inn á borð til sín mál læknanema erlendis, þá sérstaklega í Slóvakíu og Ungverjalandi, sem berjast í bökkum vegna hárra skólagjalda. Áður fyrr leituðu læknanemar gjarnan til Danmerkur, þar sem skólagjöldin eru sannarlega ekki há. Með nýjum tungumálakröfum sem danskir háskólar komu á árið 2020 er markvisst verið að fækka þeim sem sækja í danskt nám frá Íslandi. Með því varð draumurinn um að komast erlendis í háskólanám án þess að greiða fyrir það fleiri milljónir að engu. Á síðasta ári var skólagjaldalán Menntasjóðs námsmanna til læknanema erlendis hækkað um eina og hálfa milljón eftir sameiginlega baráttu SÍNE og íslenskra læknanema erlendis. Þessi upphæð hefur hjálpað heilmikið en dugar samt ekki fyrir skólagjöldum í Ungverjalandi þar sem stór hópur stundar nám. Í Slóvakíu stunda margir Íslendingar sex ára læknanám sem kostar í heildina 65.400 evrur eða tæpar 10 íslenskar milljónir. Nemendur í Debrecen í Ungverjalandi greiða 17.900 dollara á ári. Sú upphæð nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Því kosta öll 6 ár læknanámsins rúmar fjórtán milljónir. Ástandið á Landspítalanum og viðmót spítalans til læknanema sem koma erlendis frá hefur mikinn fælingarmátt. Í Slóvakíu og Ungverjalandi er skólaönnin töluvert lengri en tíðkast á Íslandi, því ekki er hægt að komast heim í sumarfrí fyrr en í júlí. Í þokkabót þarf að taka verknám yfir sumarið sem skólarnir bjóða nemendum að taka í sínu heimalandi, sumarverknámið er yfirleitt þrjár til fjórar vikur. Skólinn byrjar aftur í september og hafa nemendur því í mesta lagi 5 vikur til þess að vinna og safna því sem vantar upp á fyrir skólagjöldunum. Áður fyrr réð Landspítalinn nemana í vinnu á sumrin og þeir gátu fengið það metið sem verknám. En þetta er ekki í boði lengur. Íslenskir nemar sem læra erlendis taka því ólaunað verknám hjá LSH meðan á náminu stendur og læra þá aðeins hvernig spítalinn virkar, en lítið er gert til þess að kenna þeim á kerfið og hjálpa þeim að aðlagast. Spítalinn er undirmannaður að staðaldri og kennslan er engin, nema læknarnir á deildinni séu sérstaklega kennsluglaðir og taki upp á því sjálfir. Það gefur auga leið að það gengur ekki upp að spítalinn bjóði hvorki upp á laun né kennslu en þiggi vinnuframlag læknanemanna. Það virðist vera lítið skipulag í kringum námið og læknanemar frá erlendum háskólum upplifa sig í rauninni bara sem frítt vinnuafl fyrir spítalann. Núna er staðan jafnframt sú að nemendur frá erlendum háskólum fá neitun frá spítalanum og samkvæmt Landspítala er einfaldlega ekki pláss fyrir íslenska nema frá öðrum skólum en Háskóla Íslands. Landspítalinn rökstyður ákvarðanir sínar hvað varðar verknám og laun þannig að kjör læknanema erlendis séu þau sömu og læknanema á Íslandi. En við erum ekki jöfn, læknanemar á Íslandi stunda nám sem er að fullu fjármagnað af íslenska ríkinu og þurfa eingöngu að halda sér uppi. Að námi loknu verður framlag þeirra til heilbrigðiskerfisins á Íslandi samt hið sama. Ekki eru nógu mörg pláss í læknanámi á Íslandi til að viðhalda læknastéttinni með tilliti til fólksfjölgunar. Kostnaðurinn við að mennta nógu marga lækna fyrir gott heilbrigðiskerfi lendir því á herðum ungra námsmanna. Margir læknanemar velja nú að taka verknámið frekar utan Íslands eða á heilbrigðisstofnun úti á landi. Sjúkrahúsin á Akureyri, Neskaupstað og Selfossi hafa til dæmis verið mjög dugleg að taka á móti nemum sem læra erlendis og staðið sig vel í að bjóða góða aðlögun og kenna á kerfið á Íslandi. Það er ómetanlegt þegar lítinn stuðning er að fá annars staðar. Eftir 6 ár í erfiðu háskólanámi í ókunnugu landi langar flesta að koma heim og vera með fjölskyldu sinni og vinum eftir langa fjarveru. En löngun læknanema til að snúa heim að námi loknu fer dvínandi. Flestir eru með 15-20 milljóna króna skuld á bakinu eftir námið og alveg sparnaðar- og eignalaus. Við heimkomu hefst svo árs sérnámsgrunnur á Landspítalanum, vaktavinna í 1 ár, á slæmum kjörum. Þegar sérnámsgrunni lýkur er kominn tími til að greiða af lánunum. Ef við vitum að við getum fengið betri kjör annars staðar, af hverju ættum við að koma til Íslands að námi loknu? Þórdís Dröfn er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.Sveinn Karlsson er formaður félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Arna Bjarnadóttir er formaður félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Landspítalinn Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Háskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi. Samband íslenskra námsmanna erlendis fær reglulega inn á borð til sín mál læknanema erlendis, þá sérstaklega í Slóvakíu og Ungverjalandi, sem berjast í bökkum vegna hárra skólagjalda. Áður fyrr leituðu læknanemar gjarnan til Danmerkur, þar sem skólagjöldin eru sannarlega ekki há. Með nýjum tungumálakröfum sem danskir háskólar komu á árið 2020 er markvisst verið að fækka þeim sem sækja í danskt nám frá Íslandi. Með því varð draumurinn um að komast erlendis í háskólanám án þess að greiða fyrir það fleiri milljónir að engu. Á síðasta ári var skólagjaldalán Menntasjóðs námsmanna til læknanema erlendis hækkað um eina og hálfa milljón eftir sameiginlega baráttu SÍNE og íslenskra læknanema erlendis. Þessi upphæð hefur hjálpað heilmikið en dugar samt ekki fyrir skólagjöldum í Ungverjalandi þar sem stór hópur stundar nám. Í Slóvakíu stunda margir Íslendingar sex ára læknanám sem kostar í heildina 65.400 evrur eða tæpar 10 íslenskar milljónir. Nemendur í Debrecen í Ungverjalandi greiða 17.900 dollara á ári. Sú upphæð nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Því kosta öll 6 ár læknanámsins rúmar fjórtán milljónir. Ástandið á Landspítalanum og viðmót spítalans til læknanema sem koma erlendis frá hefur mikinn fælingarmátt. Í Slóvakíu og Ungverjalandi er skólaönnin töluvert lengri en tíðkast á Íslandi, því ekki er hægt að komast heim í sumarfrí fyrr en í júlí. Í þokkabót þarf að taka verknám yfir sumarið sem skólarnir bjóða nemendum að taka í sínu heimalandi, sumarverknámið er yfirleitt þrjár til fjórar vikur. Skólinn byrjar aftur í september og hafa nemendur því í mesta lagi 5 vikur til þess að vinna og safna því sem vantar upp á fyrir skólagjöldunum. Áður fyrr réð Landspítalinn nemana í vinnu á sumrin og þeir gátu fengið það metið sem verknám. En þetta er ekki í boði lengur. Íslenskir nemar sem læra erlendis taka því ólaunað verknám hjá LSH meðan á náminu stendur og læra þá aðeins hvernig spítalinn virkar, en lítið er gert til þess að kenna þeim á kerfið og hjálpa þeim að aðlagast. Spítalinn er undirmannaður að staðaldri og kennslan er engin, nema læknarnir á deildinni séu sérstaklega kennsluglaðir og taki upp á því sjálfir. Það gefur auga leið að það gengur ekki upp að spítalinn bjóði hvorki upp á laun né kennslu en þiggi vinnuframlag læknanemanna. Það virðist vera lítið skipulag í kringum námið og læknanemar frá erlendum háskólum upplifa sig í rauninni bara sem frítt vinnuafl fyrir spítalann. Núna er staðan jafnframt sú að nemendur frá erlendum háskólum fá neitun frá spítalanum og samkvæmt Landspítala er einfaldlega ekki pláss fyrir íslenska nema frá öðrum skólum en Háskóla Íslands. Landspítalinn rökstyður ákvarðanir sínar hvað varðar verknám og laun þannig að kjör læknanema erlendis séu þau sömu og læknanema á Íslandi. En við erum ekki jöfn, læknanemar á Íslandi stunda nám sem er að fullu fjármagnað af íslenska ríkinu og þurfa eingöngu að halda sér uppi. Að námi loknu verður framlag þeirra til heilbrigðiskerfisins á Íslandi samt hið sama. Ekki eru nógu mörg pláss í læknanámi á Íslandi til að viðhalda læknastéttinni með tilliti til fólksfjölgunar. Kostnaðurinn við að mennta nógu marga lækna fyrir gott heilbrigðiskerfi lendir því á herðum ungra námsmanna. Margir læknanemar velja nú að taka verknámið frekar utan Íslands eða á heilbrigðisstofnun úti á landi. Sjúkrahúsin á Akureyri, Neskaupstað og Selfossi hafa til dæmis verið mjög dugleg að taka á móti nemum sem læra erlendis og staðið sig vel í að bjóða góða aðlögun og kenna á kerfið á Íslandi. Það er ómetanlegt þegar lítinn stuðning er að fá annars staðar. Eftir 6 ár í erfiðu háskólanámi í ókunnugu landi langar flesta að koma heim og vera með fjölskyldu sinni og vinum eftir langa fjarveru. En löngun læknanema til að snúa heim að námi loknu fer dvínandi. Flestir eru með 15-20 milljóna króna skuld á bakinu eftir námið og alveg sparnaðar- og eignalaus. Við heimkomu hefst svo árs sérnámsgrunnur á Landspítalanum, vaktavinna í 1 ár, á slæmum kjörum. Þegar sérnámsgrunni lýkur er kominn tími til að greiða af lánunum. Ef við vitum að við getum fengið betri kjör annars staðar, af hverju ættum við að koma til Íslands að námi loknu? Þórdís Dröfn er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.Sveinn Karlsson er formaður félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.Arna Bjarnadóttir er formaður félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun