Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis var sagt upp vegna hamfaranna og eldgos gæti hafist á jafnvel næstu dögum. Víðir Reynisson hjá almannavörnum kemur í myndver og ræðir framhald verðmætabjörgunar en bæjarfulltrúar Grindavíkur hafa óskað eftir greiðara aðgengi að bænum.
Þá kíkjum við í Skeifuna og heilsum upp á köttinn Diego sem hefur valdið töluverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir kettinum frjálst að dvelja í anddyri verslunarinnar þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við verðum einnig í beinni frá miðbænum og skoðum útilistaverk auk þess sem við kíkjum á Sögusafnið á safnanótt.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.