Innlent

Lög­reglan kom dyravörðum til að­stoðar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt beiðni um aðstoð frá dyravörðum á skemmtistað í Reykjavík. Einn dyravörður hafði verið sleginn og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögregla hafi jafnframt verið kölluð út að öðrum skemmtistað nánast á sömu mínútunni vegna manns sem neitaði að yfirgefa staðinn.

Hann var í tökum dyravarða en hafði svo fyrir utan skemmtistaðinn sparkað í bíl. Maðurinn var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Lögregla hafði í nótt afskipti af nokkrum ökumönnum í miðborginni, Kópavogi og Grafarvogi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá barst lögreglu tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt um mann sem hafði valdið eignarspjöllum á skemmtistað í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×