Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira