Fótbolti

Kristian Nökkvi valinn besti ungi leik­maðurinn í janúar

Siggeir Ævarsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur. Hann hefur stimplað sig rækilega inn í aðalliðið eftir að hafa verið leikmaður varaliðsins síðustu ár.
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur. Hann hefur stimplað sig rækilega inn í aðalliðið eftir að hafa verið leikmaður varaliðsins síðustu ár. Getty/Jeroen van den Berg

Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff.

Kristian hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Ajax þetta tímabilið og skorað sex mörk í 15 deildarleikjum. Í janúar skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt og hlaut að launum téða nafnbót en Kristian er fæddur árið 2004 og varð tvítugur þann 23. janúar.

Gengi Ajax var hræðilegt framan af tímabili en algjör viðsnúningur hefur orðið á því síðustu vikur og á Kristian án vafa sinn þátt í því.

Ajax, sem situr nú í 5. sæti deildarinnar og hefur unnið þrjá leiki í röð, tekur á móti toppliði PSV klukkan 19:00 í kvöld.


Tengdar fréttir

Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp

Kristian Nökkvi Hlynsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í kvöld skoraði hann og lagði upp í 4-2 útisigri á Heracles.

Kristian Nökkvi skoraði í stór­sigri

Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×