Alba Berlín tók á móti Ulm í þýsku úrvalsdeildinni í dag og urðu lokatölur leiksins 98-88 Alba í vil. Martin skilaði góðu dagsverki á þeim rúmu 24 mínútum sem hann spilaði og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir erfið meiðsli.
Martin og félagar eru í þriðja sæti þýsku deildarinnar. Ulm eru í humátt á eftir í því 5. og sigurinn í dag því afar mikilvægur fyrir Alba Berlín.