Yfirlýsing þess efnis var undirrituð af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í dag. Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna umsóknarinnar um að halda HM.
Forsenda þess að Ísland geti haldið stórmót eins og HM er að hér rísi ný þjóðarhöll en Laugardalshöllin er löngu orðin barns síns tíma og stenst ekki alþjóðlegar kröfur.
Yfirlýsing stjórnvalda á að vera stuðningur við að ný þjóðarhöll rísi fyrir 2029 að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins.
Íslendingar héldu HM í handbolta 1995. Forsenda þess að þeir fengju að halda keppnina var að hér myndi rísa ný þjóðarhöll. Hún er ekki enn risin en byggt var við Laugardalshöllina fyrir HM 1995. Einnig var leikið í Smáranum, Kaplakrika og Íþróttahöllinni á Akureyri.