Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 16:09 Stefán Kristjánsson er forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík. Einhamar/Vísir Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Stefán Kristjánsson greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrir stundu. Í færslunni segist hann vera með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs, og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo. „Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál.“ Stefán birti jafnfram mynd af kærunni sem hann hefur höfðað gegn íslenska ríkinu, með dómsmálaráðherra í fyrirsvari vegna ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fallist á flýtimeðferð Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fer með málið fyrir hönd Stefáns. Farið er fram á að staðfest verði að Stefáni hafi verið óskylt að hlýta ákvörðun ríkislögreglustjóra, frá 13. janúar 2024 um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum. Óskað var eftir flýtimeðferð og féllst Héraðsdómur Reykjavikur á þá beiðni. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur þó tjáð sig áður um ákvarðanir almannavarna og yfirvalda varðandi lokun bæjarins. Fiskvinnsla Einhamars opnaði þann 9. janúar síðastliðinn eftir tveggja mánaða lokun. Þá hafði verið varað við því að fólk þyrfti að vera undirbúið fyrir að geta yfirgefið bæinn í skyndi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði blendnar tilfinningar fylgja opnuninni. Tæpri viku síðar hófst eldgos í og við bæjarmörk Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. 9. janúar 2024 21:00